Krílahvolpatímar |
Gefðu hvolpinum þínum bestu byrjun á lífinu með því að byrja í bæði krílahvolpatímum og grunnnámskeiðinu okkar.
Vissir þú að það mikilvægasta sem þú gerir með hvolpinum og það fyrsta sem þú átt að spá í er umhverfisþjálfun? Ungir hvolpar þurfa að upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi og allt þarf að vera jákvætt, skemmtilegt og ekki of mikið af því góða í einu. Krílahvolpatímar er eins og fara með barnið þitt í leiksskóla. Þarna læra þeir aðeins meira inn á lífið, læra að leika aðra hvolpa sem og slaka á. Þeir fá að upplifa allskonar dót sem örvar sjón, heyrn, lykt, snertingu í formi þrautabrauta, og leiktæki sem þeir fá prófa. Allt þetta gerir þá öruggari með sig og minnkar líkurnar á hræðslu og gelti í framtíðinni. Félagsmótunarskeið hvolpa er milli 3 og 12 vikna. Þá þurfa þeir að upplifa flest allt sem á að vera eðlilegt í þeirra lífi. Þess vegna veljum við að byrja snemma með þjálfun og krílatímarnir ná því inn á þetta tímabil ef þið mætið snemma með þá. Verð:Krílahvolpatímar - 5 skipti: 15.9000 kr
Grunn og krílahvolpatímar - 5 skipti klippikort: 55.000 kr* Grunn og krílahvolpatímar - 10 skipti klippikort: 63.000 kr* *Tilboðsverð ef keypt er bæði grunn og klippkort saman fullt verð (60.900kr/73.400kr). Hægt er að nota kortið í alla opna tíma hjá okkur eftir kríla, eins og smáhundaPartý HvolpaPartý og umhverfis og þjálfunartíma. Kortið gildir í 1 ár frá útgáfudegi. Grunnnámskeið á döfinni: - 11. mars mán/miðv. kl 20
- 12. mars þrið/fimt kl. 19 - 8. apríl mán/miðv. hópar kl. 17 og 18 Alla laugardaga um hádegi.
Eftir því hvað það verða margir hópar. Þeir sem eru að mæta í fyrsta skiptið eru oftast í fyrsta hópnum, sem er oftast kl. 12. Krílahvolpatímar er fyrir alla hvolpa frá ca 9 til 16 vikna (smáhundar geta verið aðeins lengur). Hvolpar þurfa bara hafa fengið fyrstu sprautuna til að geta verið með, þar sem við erum með inni sal sem við þrífum og sótthreinsum alltaf reglulega. Krílahvolpatímar eru ekki hvolpanámskeið En þið fáið fyrstu skrefin fræðslu sent eftir skráningu. Þar er skrifað nánar um umhverfisþjálfun, félagsmótun, pissa úti, æfa að vera einn heima og í bíl. Hvolpaglefs of fleira sem er gott að vinna með strax frá byrjun Grunnnámskeiðið er hefðbundna námskeiðið sem þú skráir þig á samhliða þessum tímum. Ræktendur og einstaklingar geta pantað sér krílatíma fyrir sinn hvolpahóp. hafið samband á [email protected] Skráningaferlið: Eftir greiðslu ferðu inn á Krílahvolatímar hópinn á facebook og skráið ykkur til leiks í næsta tíma. Leiðbeinandi setur inn spurningu á mánudagskvöldum um hverjir ætla að mæta næstkomandi laugardag í tímann. Skráningafrestur í hvern tíma er fimmtudagskvöld kl. 20:00. Við tilkynnum svo hópana eftir það. Þu mátt byrja að mæta í tímana frá ca 9 vikna. Stórhundategundir geta mætt rúmlegaq 8 vikna líka, Eftir þvi hvenær laugardagurinn er. Bara þau hafa fengið fyrstu sprautuna. Klippikortið er svo geymt í hundaskólanum. Hlökkum til að sjá ykkur öll 🙂 Hvað er kennt á grunnnámskeiðinu?
Farið er yfir helstu hlýðni æfingar sem gagnast í lífinu, eins og sitja, liggja, kyrr, hælganga, taumganga, svo eru nokkrar slökunar æfingar sem þeir læra til að ná að róa sig í mismunandi aðstæðum. Sjálfstjórn, innkalls æfingar. Svo er trix tími og fleira skemmtilegt. Grunnnámskeiðið veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum. Til þess að fá afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjarfélögum sem bjóða upp á slíkt þarf að hafa 80% mætingu og klára námskeiðið með bóklegu og verklegu prófi sem við gerum í símati á námskeiðinu. Er hægt að fá styrk hjá stéttarfélagi fyrir námskeiðinu? Sum stéttarfélög styrkja hundanámskeið, endilega athugaðu hjá þínu stéttarfélagi |