Grunnnámskeið
Farið verður yfir grundvallaratriði sem bæði eigandi og
hundur hafa gott af að kunna til að lifa góðu lífi. Kennt er með jákvæðum
aðferðum með áherslu á samvinnu og að læra að skilja hvað hundurinn er að
segja.
Námskeiðið er samþykkt af heilbrigðiseftirlitinu og veitir afslátt af hundaleyfisgjöldum, einnig er hægt að fá styrk frá sumum stéttarfélögum. Grunnnámskeiðið er fyrir alla þá sem hafa ekki áður farið á námskeið, hvort sem um sé að ræða hvolp, unghund eða fullorðinn hund. Við förum yfir hvernig við kennum hundinum svo hann fái áhuga á að vinna með okkur. Hvernig við kennum þannig að hundurinn vilji líka gera æfingarnar í framtíðinni án þess að fá alltaf nammi fyrir. Sem sagt, koma í veg fyrir að múta hundinum. Hvernig við komum í veg fyrir algeng vandamál sem eiga til að koma upp, sem getur verið gelt, æsingur og fleira. Við förum yfir helstu grundvallaræfingar, svo sem að vera kyrr, sitja, liggja og upphafstaða. Að kenna hundinum að leita til okkar, horfa á okkur. Förum yfir sjálfstjórn, kenna hundinum að hugsa sig tvisvar um, allt er ekki í boði. Við eyðum heilum tíma í að æfa innkall og förum yfir hvernig við fáum hundinn til að passa sig að týna okkur ekki. Einnig verður farið vel yfir taumgöngu og kenna hundinum að hætta að toga í tauminn. Fyrsti bóklegi tíminn er fyrirlestur um merkjamál hunda og stress í hundum. Fyrirlesturinn er byggður á nútímalegum rannsóknum um hunda og tungumál þeirra. Hvað þýða öll merkin sem hundar senda okkur? Öðrum hundum? Eða umverfinu? Hvernig getum við sagt við hundinn að “þetta er í lagi”. Hvernig getum við best mótað hvolpinn okkar til að verða góð fyrirmynd í framtíðinni? Hvað er stress og hvernig þekkir þú einkennin? Hvernig getum við forðast stress í okkar daglegu lífi? Nemendur sem hafa lokið grunnnámskeiði hafa sagt að heill heimur hafi opnast fyrir þeim eftir námskeiðið, að núna skilji þau hundinn sinn miklu betur og viti hvernig best sé að bregðast við aðstæðum sem upp koma. Allir í fjölskyldunni eru velkomnir að vera með á námskeiðinu. Uppbygging námskeiðs: 16 skipti. Þar af 2 bóklegir tímar og 14 verklegir tímar, eða samtals 20 klst. kennsla. Kennt er við Skemmuveg 40. (Bleik gata & neðra plan). Þar er bæði frábær inni kennslustofa sem bóklegir og verklegir tímar fara fram. Kennsluaðferðin er styrking við jákvæða hegðun/Klikkerþjálfun. Aðferðin byggist á því að styrkja jákvæða hegðun hundsins eins oft og við getum. Þannig mótum við hundinn eins og við viljum hafa hann og komum í veg fyrir óæskilega hegðun. Mikilvægt í þessari hugmyndafræði er að skilja hana vel og að tímasetningin á styrkingunni sé nákvæm. Innifalið í verðinu er klikker og munum við fara aðeins yfir hvað klikkerþjálfun er og hvernig við getum notað klikker til að móta æskilega hegðun. Viltu vita meira um þjálfunaraðferðina og á hvaða grunni hún byggist? Sjá grein um aðferðina hér. ![]() Við Embla vorum rosalega ánægðar með námskeiðið. Embla var orðin þriggja ára þegar við byrjuðum á námskeiðinu. Mig langaði að fara til þess að byggja ofan á þann grunn sem við vorum komnar með, og við gerðum það og gott betur. Ég hef alltaf átt hunda en ég get þó sagt að þekking mín á hegðunarmynstri hunda ásamt grunnþekkingu hefur stóraukist. Embla lærði margt og ekki síst bara það að vera í kringum aðra hunda en samt sýna mér þá athygli sem þarf til að ljúka við verkefni sem henni voru sett. Takk fyrir okkur! María Gyða og Embla Dögg.
|
Skráning fer fram á
www. Hunda.is Verð 30.000kr.
Hádegishópur: 25.000kr
Næstu námskeið;
Tímayfirlit:
Sniðugt að vita:
Til að tryggja plássið getur þú greitt 5000kr staðfestingargjald við skráningu. Þegar þú hefur greitt færðu sent Fyrstu skrefin í hundauppeldi í pdf þar sem farið er yfir pisserí, venja á að vera einn heima og í bíl og margt fleira. Staðfestingargjaldið gengur svo upp í námskeiðsgjaldið sem greiðist 7 dögum áður en námskeiðið hefst. |