Andleg örvun námskeið |
Er hundurinn þinn stundum pirraður, geltinn, eirðarlaus, þarf stöðuga athygli og nær ekki að róa sig niður?
Ef hundurinn fær ekki næga andlega örvun þá fer hann oft að sýna leiðinlega hegðun, fer að gera hluti sem hann má ekki og nær ekki að róa sig niður. Þá er andleg örvun lausnin. Andleg örvun fyrir hunda er að gefa þeim heilaverkefni, þá er hægt að kenna þeim ný trix og gefa þeim þrautir eða þefverkefni. Á þessu námskeiði munum við leggja áherslu á þefverkefni, þegar hundur þefar þá er mesta dópamín framleiðslan í heilanum, það hægir á hjarslætti, róar og þreytir hundinn. Það góða við þefverkefni er að það er alltaf erfitt og mikil andleg örvun þar sem hann þarf alltaf að þefa uppi verðlaunin, þótt hann kann leikinn. Þessvegna er gott að einbeita sér í þef-leikjum fyrst um sinn og smátt og smátt bæta við heilaverkefni þegar þið finnið eitthvað sniðugt að kenna. Við munum fara yfir þef-æfingar sem þið getið gert með hundinum t.d. kennum við að leggja spora, þegar hundur er að þefa uppi spora þá þarf hann að ná að útiloka umhverfislyktina og áreitið sem er í kringum hann, það er sagt að 15 mín af spora-æfingu jafnist á við 2 klst í göngutúr. Nammileit inni og ýmis önnur þefverkefni. Æfingar eru kenndar bæði úti og inni. Verð:Andeg örvun námskeið: 13.500kr
Námskeiðið er 3 klst sem skiptist á 2 skipti. Andleg örvun námskeið á döfinni:Tími 1: Miðvikudag 6. mars kl. 19 – 21:30
Tími 2: sunnudag 10.mars kl. 12 – 13:30 Apríl lota dag. kemur inn fljótlega. Nánar um námskeiðið:
Allir geta verið með hvort sem þú/hundurinn hefur áður farið á námskeið eða ekki. Hópa námskeið hentar ekki þeim hundum sem verða OF æstir, OF stressaðir eða OF hræddir við aðra hunda. Eða er almennt með mikinn kvíða eða hræðslu. Erum með lífsleikninámskeið sem hentar betur þá. Ef þið eru ekki viss hvort þetta námskeið hentar ykkur, sendið þá póst á [email protected] og við metum það saman. Öll fjölskyldan er velkomin með á námskeiðið. Námskeiðið er öflugt með mikið af upplýsingum um atferli hunda og hvernig þeir læra. Þannig getið þið auðveldlega kennt þeim allskonar bæði mikilvægar og skemmtilegar æfingar í framtíðinni Kennt er með jákvæðum aðferðum sem byggjast á nýjustu rannsóknum um atferli hunda. |