Útskrifaðir hundar og eigendur af grunnnámskeiði 2013
Ólína & Tinna Þegar ég ákvað að fara á hundanámskeið fór ég að skoða á netinu og afla mér upplýsingar. Síðan þín stóðst allar væntingar, var með mikið af fróðlegum upplýsingum svo ég ákvað að fara á þetta grunnnámskeið. Tinna mín er 6 ára og ég hef átt hana í 1 ár. Ég og hún lærðum báðar mjög mikið af þessu. Skiljum hvort aðra mun betur. Erum mjög yfirvegaðari í göngutúrum og kunnum að leika okkur betur. Fannst frábært hvað var tekið vel á móti öllum. Hún lítil og elst og það var alveg forgangsraðað eftir því sem er mjög gott. Verið að hugsa alveg hvernig henni líður vel í kringum aðra hunda. Frábært að fá klikkerþjálfun og möppu til að lesa. Takk æði og mæli með þessu námskeiði. 24/7 2013
Ingi, Jens & Laki Frábært og vel skipulagt námskeið. Gagnaðist okkur mjög vel. Útgangspunkturinn er heilbrigð og jákvæð þjálfun sem er okkur vel að skapi. 24/7 2013.
Guðrún, Róbert & Iða Skemmtilegt námskeið. Frábært fyrir þá sem ætla að nota jákvæðar þjálfunaraðferðir. Iða naut sín allan tímann.
Anna Lilja & Bjartur Gefandi og upplýsandi námskeið sem mun veita vellíðan fyrir hund og eiganda. 24/7 2013
Kristjana & Tyson
Ég er alsæl með frábært námskeið sem hefur kennt okkur Tyson heilmikið þrátt fyrir það að hann er ekki hvolpur lengur. Alltaf hægt að kenna gömlum hundi að sitja. :):):) 26/6 2013
Ómar Karl & Zorro
Frábært námskeið fyrir mig og hundinn. Mæli með fyrir alla. 26/6 2013
Guðrún & Skotta
Ég er rosalega ánægð með námskeiði. Bæði bóklegu og verklegu tímana, sérstaklega fannst mér áhugavert að læra um merkjamál hunda og stress í hundum. Vinnan er þó ekki búin en ég veit að ég get notað mér allt sem ég lærði á námskeiðinu til að gera hundinn minn eins góðan og hann getur verið:) 27/5 2013
Guðbjörg & Ronja
Frábært námskeið. Mjög nútímalegt. Gaman að nálgast hundinn sinn á annan hátt. Skilja hvað hundurinn er að segja þér. Ætla klárlega að koma á framhaldsnámskeið. 27/5 2013
Birgir & Hekla
Gott námskeið þar sem ég kynntist betur þörfum hundsins og góðum æfingum til að þjálfa hann áfram með jákvæðri styrkingu. 27/5 2013
Matthildur & Salka
Frábært og lærdómsríkt. Þetta virkar allt saman. 28/5 2013
Laufey & Goði
Áhugaverð nálgun sem byggist á jákvæðri uppbyggilegri framkomu við þjálfunina og þó hún virðist ekki í fyrstu vera alveg lógisk þá er þessi aðferð, að nota jákvæðni gefa "common sence". 28/5 2013
Margrét, Hafdís Haraldur & Bella
Skemmtilegt námskeið. Ég lærði margt um litla hvolpinn minn sem hjálpaði mér að skilja hann betur. 28/5 2013
Vigdís & Askja
Þetta var virkilega skemmtilegt og gagnlegt námskeið. Ég er mjög sátt við þá jákvæði þjálfun sem hundaþjálfarinn notar og það virðist vera sú aðferð sem hentar mínum hundi best. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrur hunda og menn. Takk fyrir mig og Öskju. 5 maí 2013.
Ellen, Mantas & Mjölnir
Þetta námskeið gerði alveg gæfumuninn fyrir okkur. Að fá góðann skilning og tengsl á milli okkar og Mjölni. Skemmtilegt námskeð og mjög góð fræðsla um hvernig góð samskipti og agi á að vera. Þú munt pottþétt fá okkur aftur á námskeið. 15 apríl 2013.
Sonja & Kara Mjöll
Hundurinn öðlaðist mikið sjálfsöryggi og lærði að umgangast aðra hunda. Ég lærði einnig að skilja merkjamál hundsins sem mum nýtast okkur báðum í daglegu lífi. Útskrifuðust 15 apríl.
Skúli, Hrafnhildur & Húgó
Námskeiðið hjálpaði mér og Húgó mjög mikið til að skilja hvorn annan og mér að læra á hann. Mæli eindreigið með Heiðrúnu og hennar aðferð við þjálfun og kennslu. Útskrifuðust 15 apríl.
Íris & Emma
Mjög fróðlegt og hagnýtt námskeið þar sem við mæðgurnar lærðum að skilja hvolpin okkar beutr. Tengsl okkar við hana efldust og þjálfunin varð skemmtilegri og skemmtilegri. 11 mars 2013
Særós & Hringur
Mjög uppbyggilegt og gott námskeið sem mun nýtast okkur og hundinum okkar það sem eftir er. Jákvæð styrking er alltaf jákvæð:) 11 mars 2013.
Þóra & Kasper
Námskeiðið var mjög markvísst og skemmtilegt og gaman að dóttir mín gat tekið þátt líka. Heiðrún Klara er frábær kennari og skemmtilegt í tímum. 6 feb 2013
María & Lukka
Mjög gott námskeið þar sem maður lærir samskipti hundsins og réttar aðferðir við að kenna honum. 6 feb 2013
Margrét, Sigþór & Lukka Virkilega lærdómsríkt námskeið. Skipulega haldið utan um og tímarnir allir fróðleigir. Farið vel í alla þætti og góður grunnur fyrir framhaldið. 24/7 2013.
Ágúst, Auður & Æsa Mjög gagnlegt og fræðandi. Veitir nýja sýn á atferli hunds og manns. Hvetur vel til áframhaldandi þjálfunar. 24/7 2013
Sólveig & Ísold Fróðlegt námskeið og góð ráð í sambandi við hvolpauppeldi og margt fleira. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla nýja hvolpaeigendur. 24/7 2013.
Erna, Snæbjörn & Borki Rosa gott námskeið, við lærðum helling og Borki líka. 24/7 2013.
Eva & Embla Ég er mjög ánægð með námskeiðið og finnst ég skilja Emblu betur eftir það. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að kenna henni. Tímarnir voru alltaf skemmtilegir og mjög fræðandi fyrir byrjanda eins og mig. 26/6 2013
Sigurður & Jói
Frábært námskeið, búin að kenna okkur mjög mikið. Bæði fyrir okkur að skilja hundinn og einnig fyrir hann með að læra. Heiðrún Klara fær 10 í einkunn frá okkur, hún er algjör snillingur!!! Takk fyrir okkur. 27/5 2013
Brynja & Tumi
Námskeiðið var mjög gott. Það kenndi mér að leiðbeina hundinum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt og ég fékk mikla tilsögn við þau vandamál sem við glímum við. 27/5 2013
Guðrún & Sara
Ég fór ekki á námskeið fyrr en hundurinn minn var orðin 2 1/2 árs og var búin að reyna margt. en eftir námskeiðið hjá Heiðrúnu Klöru hef ég kynnst nýrri aðferð sem virkar alveg ótrúlega vel. 28/5 2013
María & Perla
Allir hundaeigendur þurfa að fara á svona námskeið. Mjög nauðsynlegt að geta haft samband við hundaþjálfarann að loknu námskeiði. 28/5 2013
Jill Anette & Múla Ice Kiaro
Mjög gott námskeið sem eykur skiling á hegðun hundsins. Sýnir hvað það er mikilvægt með gott samband milli eiganda og hunds. Það er hægt að þjálfa hunda með jákvæðri styrkingu og ná góðum árangri óháð stærð og tegund. 5 maí 2013.
Erna & Kara
Við lærðum alveg ótrúlega mikið á námskeiðinu hjá Heiðrúnu Klöru. Skiljum hundinn okkar miklu betur og getum lesið í merkin sem hún er að gefa, enn betur í stakk búin að bregðast rétt við hennar líðan. Svo er hundurinn okkar svo svakalega hrifin af Heiðrúnu:) 19 apríl 2013.
Erla & Birta
Við höfðum mjög gagn af þessu námskeiði til að auka sjálfstraust hundsins. Einnig til að skilja hvort annað í daglegu lífi.
Guðjón & Ricco
Hundurinn minn var alltaf að stökkva á fólk. Ég var komin með leið á því þá sagði kennarinn ástæðuna. Hann gerði þetta því hann væri svo æstur. Ef ég hefði ekki farið væri hann örugglega ennþá að stökkva uppá alla. Útskrifuðust 15 apríl.
Linda & Bangsi
Hundurinn minn og ég höfðum gott af námskeiðinu. Það að læra að lesa merkin sem hann gefur hefur breytt ýmsu, við erum bæði rólegri í þeim aðstæðum sem upp koma. Námskeiðið nýttist okkur mög vel og mlum með því. 11 mars 2013.
Þorsteinn & Torres
Skýrt og skilvirkt námskeið sem á eftir að nýtast okkur vel. Algjör skylda allra að fara á svona na´smekið sem hafa áhuga á að eiga góð og skemmtilegt samskipti við hundinn sinn. 11 mars 2013
Viktoría & Aríana
Fínt námskeið, var sérstaklega ánægð þegar hún kenndi okkur að nota klikkerinn til að taka á geltinu. 3/4 2013
Fjóla & Max
Nauðsynlegt til þess að öðlast betri skilning á lífi og þörfum hundsins og að fá ráð til þess að takast á við uppeldi hans. 6 feb 2013.
Pálmi & Tinna
Námskeiðið hefur verið mjög gagnlegt. Bæði hef ég lært nýja hluti og betrumbætt þá kunnáttu sem ég bjó yfir fyrir námskeiðið. 6 feb. 2013.
Leifur, Lára & Dexter
Gott námskeið fyrir hundaeigendur með nýja hvolpa. Virkilega góð umfjöllun um merkjamál til að skilja hundinn betur. 6 feb 2013
Heiða & Þorinn
Námskeiðið var fínn grunnur. Hver tími hefði mátt vera örlítið lengri og farið dýpra í hverja æfingu fyrir sig. 6 feb 2013.
Fanney & Týr
Takk kærlega fyrir frábært námskeið, við lærðum ekkert smá
mikið og skemmtum okkur frábærlega í öllum tímum, skemmtilegast fannst mér á
fyrirlestrinum um merkjamálið, aðalega af því að það var svo gaman að fara heim
og fylgjast með merkjunum eftir hann. Takk kærlega fyrir okkur. 9 jan 2013
Agnes & Kría Námskeiðið var mjög skemmtilegt og gagnlegt. Það gaf mér góða innsýn og skilning á hegðun og samskipti hundanna minna. 24/7 2013.
Magnús & Tindur Mjög ánægður með námskeiðið í heild. Hvolpurinn greinilega tekið framför. Takk fyrir okkur. 24/7 2013.
Arnar, Indre & Glói Mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið. 24/7 2013.
Hulda, Hanna & Kolur Þegar við fengum hvolpinn til okkar héldum við að við kynnum flest það sem ætti/ætti ekki að gera en námskeiðið hefur opnað nýja sýn á beinslinis öllu sem snýr að hundinum og allt gengur mun betur og allir á heimilinu eru mun ánægðari og sáttari. Sérstaklega Kolur. 26/6 2013
Bára & Moli
Mjög skemmtilegt námskeið og fræðandi. Ég lærði margt sem ég hafði aldrei spáð í. Hvolpurinn er búin að læra svo margt og hefur tekið miklum framförum. 26/6 2013
Helga María & Guttormur
Lærdómsríkt, skemmtilegt og umfram allt árangursríkt!! Heiðrún Klara hefur góða nærveru og yfirvegun sem eiganda og hund miklu máli við þjálfun hunds. Mælum eindregið með þeirri aðferðafræði sem Heiðrún Klara styðst við á námskeiðinu. Takk fyrir okkur. 27/5 2013
Coco
Námskeiðið hefur reynst mjög fræðandi og hefur hjálpað mjög til að skilja hegðun hundsins. Mæli pottþétt með Heiðrúnu. Hún hefur mjög góð tök á fræðinu. 27/5 2013
Brynjar & Garpur
Gott og áhugavert námskeið. 27/5 2013
Hrefna Hrund & Hrímur
Mér finnst heimurinn hafa opnast fyrir mér eftir að ég fór á námskeið hjá H.K. Allir jákvæðu möguleikarnir/verkfærin sem ég get notað og líður vel með að nota. Ef maður kemur með hvolp er hægt að fyrirbyggja ýmis vandamál sem gætu komið í framtíðinni og með eldri hund er maður að fá fullt af verfærum sem hjálpa manni. Einnig lærir maður svo mikið um atferli hundsins að þá fer maður miklu betur að skilja hundinn sinn og hvernig best að gera hlutina. Útskrifaðist 20 mars 2013.
Sjöfn & Gloría
Námskeiðið var mjög gott, ég nota orðið klikkerinn á báða mína hunda og mun líklega fara á klikkernámskeið. 5 maí 2013.
Egill & Briet
Gagnast mikið, lærði margt. 5 maí 2013
Guðlaug & Lísa
Þetta námskeið hefur verið mjög fróðlegt og skemmtilegt. Lærði margt sem ég vissi ekki um eins og hvernig hundar tjá sig, hrósa þeim og kenna þeim trix. Útskrifuðust 15 apríl.
Freyja & Coco
Frábært námskeið sem maður lærir margt um þjálfun og hegðun hundsins. Mæli hiklaust með því! Útskrifuðust 15 apríl.
Lára & Trölli
Frábært námskeið. Það sem hér er kennt er fróðleikur sem ALLIR hundaeigendur geta nýtt sér á einn eða annan hátt. Það ætti hreinlega að vera skylda fyrir hundaeigendur og aðra sem umgangast hunda að sækja svona námskeið, sjálf sín vegna. Lærði mikið og kynntist hundinum mínum betur. 11 mars 2013.
Sólmundur & Lien
Þetta námskeið er mjög athyglisvert og kennir marga nýtsamlega hluti sem nýtist í framtíðinni. 11 mars 2013.
Herbert & Lilja
Frábært hvernig ég lærði að lesa hundin sem gerir samskipti mín við hana mikið þægilegri. 6 feb 2013
Benjamín & Snjólfur
Grunnnámskeiðið hjálpaði mjög mikið, sérstaklega í sambandi við merkjamál hunda. Mæli eindregið með þessu, sérstaklega fyrir nýja hundaeigendur. Eða í raun bara alla hundaeigendur til upprifjunar eða ef fólkið er komið með nýjan hund. 6 feb 2013.
Eva & Baron
Er virkilega ánægð með námskeiðið 6 feb 2013
Steingerður & Emma
Mjög gott námskeið. Vissi mjög lítið um hundauppeldi áður. En það litla sem ég hafði heyrt var að maður átti að vera mjög strangur og ákveðin. Lærði á námskeiðinu að það er hægt að vera strangur og ákveðin á jákvæðan hátt og án þess að "öskra/skamma" hundinn eins og maður hefur séð marga gera. 9 feb 2013
Jakob & Bjartur
Ákaflega gott og jákvætt námskeið sem byggir á nýrri og betri náglun á hundaþjálfun. Heiðrún veit klárlega hvað hún er að gera. Námskeiðið gefur mun meiri ánægju af því að eiga hund. Ég vil meira! 6 feb. 2013.
Birna & Salka
Ég er mjög ánægð með námskeiðið. Á námskeiðinu lærði ég að styrkja jákvæða hegðun. Sem hefur skilað sér í því að bæði ég og hvolpurinn höfum lært mikið um hvort annað. Ég fékk einnig góða fræðslu um merkjamál og taumgöngu. 9 jan 2013.
Ásgeir & Dimma
Ég hef ekki haft hund á mínu heimili síðan við 11 ára aldur. Námskeiðið nýttist mér vel til að öðlast grundvallarþekkingu á því að koma sambandi okkar Dimmu af stað á tiltölulega góðan og auðveldan hátt. 6 feb. 2013.