Hundanámskeið úti á landi
Farið verður yfir grundvallaratriði sem bæði eigandi og
hundur hafa gott af að kunna til að lifa góðu lífi. Kennt er með jákvæðum
aðferðum með áherslu á samvinnu og að læra að skilja hvað hundurinn er að
segja.
Hægt er að fá styrk frá sumum stéttarfélögum. Við förum yfir hvernig við kennum hundinum svo hann fái áhuga á að vinna með okkur. Hvernig við kennum þannig að hundurinn vilji líka gera æfingarnar í framtíðinni án þess að fá alltaf nammi fyrir. Sem sagt, koma í veg fyrir að múta hundinum. Fyrsti tíminn er fyrirlestur um merkjamál hunda og stress í hundum. Fyrirlesturinn er byggður á nútímalegum rannsóknum um hunda og tungumál þeirra. Hvað þýða öll merkin sem hundar senda okkur? Öðrum hundum? Eða umverfinu? Hvernig getum við sagt við hundinn að “þetta er í lagi”. Hvernig getum við best mótað hvolpinn okkar til að verða góð fyrirmynd í framtíðinni? Hvað er stress og hvernig þekkir þú einkennin? Hvernig getum við forðast stress í okkar daglegu lífi? Allir í fjölskyldunni eru velkomnir að vera með á námskeiðinu. Eftir námskeiðið færðu að vera í sambandi við mig ef þú hefur spurningar um æfingar sem við fórum yfir á námskeiðinu. Ath. mjög stressaðir eða hræddir hundar sem geta ekki verið í hóp með öðrum hundum geta fengið einkatíma eftir tímann. Hafið þá samband á heidrunklara@heidrunklara.is Kennsluaðferðin er styrking við jákvæða hegðun/Klikkerþjálfun. Aðferðin byggist á því að styrkja jákvæða hegðun hundsins eins oft og við getum. Þannig mótum við hundinn eins og við viljum hafa hann og komum í veg fyrir óæskilega hegðun. Mikilvægt í þessari hugmyndafræði er að skilja hana vel og að tímasetningin á styrkingunni sé nákvæm. Innifalið í verðinu er klikker og munum við fara aðeins yfir hvað klikkerþjálfun er og hvernig við getum notað klikker til að móta æskilega hegðun. Viltu vita meira um þjálfunaraðferðina og á hvaða grunni hún byggist? Sjá grein um aðferðina hér. |
Næstu námskeið;
Tímayfirlit:
Sniðugt að vita:
Til að tryggja plássið getur þú greitt 5000kr staðfestingargjald við skráningu. Þegar þú hefur greitt færðu sent Fyrstu skrefin í hundauppeldi í pdf þar sem farið er yfir pisserí, venja á að vera einn heima og í bíl og margt fleira. Staðfestingargjaldið gengur svo upp í námskeiðsgjaldið sem greiðist 7 dögum áður en námskeiðið hefst. |