Skilmálar
GREIÐSLUFORM
Lesa þarf skilmálana áður en greitt er fyrir námskeið.
Plássið á námskeiðinu er ekki staðfest fyrr en greitt hefur verið óafturkræft staðfestingargjald eða fullt námskeiðsgjald.
Greiða þarf fyrir námskeiðið í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeið hefst. Staðfestingargjald er greitt við skráningu ef meira en 7 dagar eru þar til námskeiðið hefst.
Hægt er að greiða með millifærslu á reikning hundaskólans eða með kreditkorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar á netinu. Þegar skráning er móttekin verður sendur tölvupóstur með greiðsluupplýsingum.
VEIKINDI/FJARVISTIR
Ef um veikindi er að ræða (hjá eiganda eða hundi) í byrjun námskeiðs fær hundaeigandi að byrja í tíma tvö eða þrjú. Ef um lengri veikindi er að ræða þarf hundaeigandi að velja seinna námskeið.
Ef hundaeigandi missir úr tíma vegna veikinda á hann þess kost að sækja tíma á öðru sambærilegu námskeiði gegn gjaldi. Námskeið fæst ekki endurgreitt vegna veikinda eða fjarvista.
AFBÓKUN
Það má afpanta pláss á námskeiði hvenær sem er án skuldbindinga hafi greiðslan ekki verið framkvæmd. Hafi greiðslan verið framkvæmd og þið þurfið að afbóka, þarf að hafa samband skriflega á heidrunklara@heidrunklara.is og tilgreina ástæður afbókunar. Sé afbókað minnst 3 dögum fyrir upphaf námskeiðs endurgreiðist námskeiðsgjald að frádregnu staðfestingargjaldi. Sé bókað á annað námskeið innan hálfs árs frá afbókun gengur staðfestingargjald upp í greiðslu nýs námskeiðs.
Námskeið fæst ekki endurgreitt hafi námskeiðið byrjað.
Ef afbókun á sér stað þegar minna en 3 dagar eru í námskeið, stendur hundaeiganda til boða að byrja á öðru námskeiði. Gildir slíkt tilboð í eitt ár frá afbókun. Ef ekkert námskeið verður valið á þeim tíma verða námskeiðsgjöldin ekki endurgreidd. Velji hundaegandi aðra tegund námskeiðs sem er dýrara en það sem hann greiddi fyrir upphaflega þarf hann að greiða mismuninn. Hafi sambærilegt námskeið hækkað í verði, þarf hann að greiða mismuninn.
AFSLÁTTUR AF HUNDALEYFISGJÖLDUM
Til þess að afsláttur af hundaleyfisgjöldum standi hundaeiganda til boða þarf hann að hafa sótt að minnsta kosti 80% tíma námskeiðsins og ná bæði skriflegu og verklegu prófi.
ATHUGIÐ
Þessar reglur geta verið mismunandi eftir bæjarfélögunum.
NIÐURGREIÐSLA FRÁ STÉTTARFÉLAGI
Sum stéttarfélög bjóða allt að 50% niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Reglurnar eru mismunandi og eruð þið hvött til að hafa samband við ykkar stéttarfélag fyrir nánari upplýsingar. Oftast kallast þessi styrkur tómstundastyrkur.
ÁBYRGÐ Á NÁMSKEIÐUM
Mjög mikilvægt er að vita að hver hundur á námskeiði er á ábyrgð hundaeiganda.
Almenn lög og reglur um sjálfsábyrgð gilda ef um skaða eða slys er að ræða.
Ef þið eruð ósammála hundaþjálfara í einhverju og viljið ekki gera það sem sagt er þá er það ykkar réttur. Hundaþjálfari mun ekki gera athugasemdir við slíkt.
BÓKANIR Á NÁMSKEIÐ
Allar bókanir fara fram í gegnum tölvupóst eða bókunarkerfi á heimasíðu hundaþjálfara.
Þegar bókun á námskeið berst okkur munum við senda ykkur staðfestingarpóst til baka með upplýsingum um greiðsluform.
Hafi staðfestingarpóstur ekki borist ykkur innan 4 daga þurfið þið að hafa samband við okkur. Þá hefur skráning að öllum líkindum ekki skilað sér.
TILKYNNINGAR
Viku fyrir námskeiðið munum við senda öllum þeim sem eru skráðir á námskeiðið tilkynningarpóst með nánari upplýsingum.
Ef um veikindi, eða ófyrirsjánleg atvik verða, sem gera hundaþjálfara ókleyft að mæta í tímann, mun hann útvega forfallahundaþjálfara með sambærilega menntun og reynslu til að annast kennslu.
Verði því ekki við komið mun tíminn falla niður og tilkynning send þátttakendum með tölvupósti.
Ef forföll verða sama dag og tími á að fara fram verður tilkynning einnig send með sms.
Falli tímar niður verður námskeiðið lengt sem því nemur þannig að tímum verður bætt við enda námskeiðsins.
OFBELDI HUNDAEIGANDA
Hundaskólinn áskilur sér rétt til að veita viðvörun og/eða vísa á brott hundaeigenda sem beitir hund ofbeldi.
„Óheimilt er að nota hvers konar tæki eða tól eða beita þau dýr sem þjálfa skal neinum þeim aðferðum eða þvingunum sem valda þeim sársauka eða hræðslu“[1]
Ef um brottvísun frá námskeiði er að ræða fæst námskeiðið ekki endurgreitt.
HÁLSBAND OG TAUMUR
Allir hundar eiga að mæta með venjulegt hálsband. Hálsbönd sem þrengja að öndunarvegi eru ekki leyfileg á námskeiðinu.
Ekki er leyfilegt að mæta með flexi-taum á námskeið. Mælt er með venjulegum taum sem er 1.8 til 2 metrar á lengd.
ÁRÁSARGJARNIR HUNDAR
Hundar sem sýnt hafa árásargirni gagnvart fólki eða öðrum hundum eiga ekki að mæta á hefðbundið námskeið. Í slíkum tilfellum skal hundaeigandi hafa samband við hundaþjálfara sem metur stöðuna fyrir hvern einstakan hund.
ÆSTIR/STRESSAÐIR/HRÆDDIR HUNDAR
Ef þinn hundur er mjög æstur, stressaður eða hræddur þarf að láta hundaþjálfara vita áður en námskeiðið hefst svo hann geti gert viðeigandi ráðstafanir og/eða metið hvort viðkomandi hundur þurfi fyrst að fá einkatíma áður en hann kemur á almennt námskeið. Ef það kemur í ljós að þinn hundur getur ekki verið á námskeiðinu út og þarf að fara á sérstakt námskeið eða einkaþjálfun, þarf hann þá greiða fyrir það sérstaklega en fær svo að eiga inni restina af grunnnámskeiðinu til síðar, þegar hundurinn er orðin færari um að taka þátt.
BÓLUSETNINGAR OG ORMAHREINSUN
Þess er krafist að hundarnir séu fullbólusettir og hafi verið ormahreinsaðir áður en námskeiðið hefst. Ef langt er liðið frá ormahreinsun má kaupa aukaskammt í apóteki til að gefa. Sýna þarf heilsufarsbók hundsins í fyrsta tímanum. Athugið að hundar eiga vera bólusettir annað hvert ár og ormahreinsaðir árlega.
[1] Úr 28 gr. Reglugerðar um aðbúnað og umhirðu dýra frá umhverfisstofun
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/fb2a3248fb741f5200256f810052a965?OpenDocument
Lesa þarf skilmálana áður en greitt er fyrir námskeið.
Plássið á námskeiðinu er ekki staðfest fyrr en greitt hefur verið óafturkræft staðfestingargjald eða fullt námskeiðsgjald.
Greiða þarf fyrir námskeiðið í síðasta lagi 7 dögum áður en námskeið hefst. Staðfestingargjald er greitt við skráningu ef meira en 7 dagar eru þar til námskeiðið hefst.
Hægt er að greiða með millifærslu á reikning hundaskólans eða með kreditkorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar á netinu. Þegar skráning er móttekin verður sendur tölvupóstur með greiðsluupplýsingum.
VEIKINDI/FJARVISTIR
Ef um veikindi er að ræða (hjá eiganda eða hundi) í byrjun námskeiðs fær hundaeigandi að byrja í tíma tvö eða þrjú. Ef um lengri veikindi er að ræða þarf hundaeigandi að velja seinna námskeið.
Ef hundaeigandi missir úr tíma vegna veikinda á hann þess kost að sækja tíma á öðru sambærilegu námskeiði gegn gjaldi. Námskeið fæst ekki endurgreitt vegna veikinda eða fjarvista.
AFBÓKUN
Það má afpanta pláss á námskeiði hvenær sem er án skuldbindinga hafi greiðslan ekki verið framkvæmd. Hafi greiðslan verið framkvæmd og þið þurfið að afbóka, þarf að hafa samband skriflega á heidrunklara@heidrunklara.is og tilgreina ástæður afbókunar. Sé afbókað minnst 3 dögum fyrir upphaf námskeiðs endurgreiðist námskeiðsgjald að frádregnu staðfestingargjaldi. Sé bókað á annað námskeið innan hálfs árs frá afbókun gengur staðfestingargjald upp í greiðslu nýs námskeiðs.
Námskeið fæst ekki endurgreitt hafi námskeiðið byrjað.
Ef afbókun á sér stað þegar minna en 3 dagar eru í námskeið, stendur hundaeiganda til boða að byrja á öðru námskeiði. Gildir slíkt tilboð í eitt ár frá afbókun. Ef ekkert námskeið verður valið á þeim tíma verða námskeiðsgjöldin ekki endurgreidd. Velji hundaegandi aðra tegund námskeiðs sem er dýrara en það sem hann greiddi fyrir upphaflega þarf hann að greiða mismuninn. Hafi sambærilegt námskeið hækkað í verði, þarf hann að greiða mismuninn.
AFSLÁTTUR AF HUNDALEYFISGJÖLDUM
Til þess að afsláttur af hundaleyfisgjöldum standi hundaeiganda til boða þarf hann að hafa sótt að minnsta kosti 80% tíma námskeiðsins og ná bæði skriflegu og verklegu prófi.
ATHUGIÐ
Þessar reglur geta verið mismunandi eftir bæjarfélögunum.
NIÐURGREIÐSLA FRÁ STÉTTARFÉLAGI
Sum stéttarfélög bjóða allt að 50% niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Reglurnar eru mismunandi og eruð þið hvött til að hafa samband við ykkar stéttarfélag fyrir nánari upplýsingar. Oftast kallast þessi styrkur tómstundastyrkur.
ÁBYRGÐ Á NÁMSKEIÐUM
Mjög mikilvægt er að vita að hver hundur á námskeiði er á ábyrgð hundaeiganda.
Almenn lög og reglur um sjálfsábyrgð gilda ef um skaða eða slys er að ræða.
Ef þið eruð ósammála hundaþjálfara í einhverju og viljið ekki gera það sem sagt er þá er það ykkar réttur. Hundaþjálfari mun ekki gera athugasemdir við slíkt.
BÓKANIR Á NÁMSKEIÐ
Allar bókanir fara fram í gegnum tölvupóst eða bókunarkerfi á heimasíðu hundaþjálfara.
Þegar bókun á námskeið berst okkur munum við senda ykkur staðfestingarpóst til baka með upplýsingum um greiðsluform.
Hafi staðfestingarpóstur ekki borist ykkur innan 4 daga þurfið þið að hafa samband við okkur. Þá hefur skráning að öllum líkindum ekki skilað sér.
TILKYNNINGAR
Viku fyrir námskeiðið munum við senda öllum þeim sem eru skráðir á námskeiðið tilkynningarpóst með nánari upplýsingum.
Ef um veikindi, eða ófyrirsjánleg atvik verða, sem gera hundaþjálfara ókleyft að mæta í tímann, mun hann útvega forfallahundaþjálfara með sambærilega menntun og reynslu til að annast kennslu.
Verði því ekki við komið mun tíminn falla niður og tilkynning send þátttakendum með tölvupósti.
Ef forföll verða sama dag og tími á að fara fram verður tilkynning einnig send með sms.
Falli tímar niður verður námskeiðið lengt sem því nemur þannig að tímum verður bætt við enda námskeiðsins.
OFBELDI HUNDAEIGANDA
Hundaskólinn áskilur sér rétt til að veita viðvörun og/eða vísa á brott hundaeigenda sem beitir hund ofbeldi.
„Óheimilt er að nota hvers konar tæki eða tól eða beita þau dýr sem þjálfa skal neinum þeim aðferðum eða þvingunum sem valda þeim sársauka eða hræðslu“[1]
Ef um brottvísun frá námskeiði er að ræða fæst námskeiðið ekki endurgreitt.
HÁLSBAND OG TAUMUR
Allir hundar eiga að mæta með venjulegt hálsband. Hálsbönd sem þrengja að öndunarvegi eru ekki leyfileg á námskeiðinu.
Ekki er leyfilegt að mæta með flexi-taum á námskeið. Mælt er með venjulegum taum sem er 1.8 til 2 metrar á lengd.
ÁRÁSARGJARNIR HUNDAR
Hundar sem sýnt hafa árásargirni gagnvart fólki eða öðrum hundum eiga ekki að mæta á hefðbundið námskeið. Í slíkum tilfellum skal hundaeigandi hafa samband við hundaþjálfara sem metur stöðuna fyrir hvern einstakan hund.
ÆSTIR/STRESSAÐIR/HRÆDDIR HUNDAR
Ef þinn hundur er mjög æstur, stressaður eða hræddur þarf að láta hundaþjálfara vita áður en námskeiðið hefst svo hann geti gert viðeigandi ráðstafanir og/eða metið hvort viðkomandi hundur þurfi fyrst að fá einkatíma áður en hann kemur á almennt námskeið. Ef það kemur í ljós að þinn hundur getur ekki verið á námskeiðinu út og þarf að fara á sérstakt námskeið eða einkaþjálfun, þarf hann þá greiða fyrir það sérstaklega en fær svo að eiga inni restina af grunnnámskeiðinu til síðar, þegar hundurinn er orðin færari um að taka þátt.
BÓLUSETNINGAR OG ORMAHREINSUN
Þess er krafist að hundarnir séu fullbólusettir og hafi verið ormahreinsaðir áður en námskeiðið hefst. Ef langt er liðið frá ormahreinsun má kaupa aukaskammt í apóteki til að gefa. Sýna þarf heilsufarsbók hundsins í fyrsta tímanum. Athugið að hundar eiga vera bólusettir annað hvert ár og ormahreinsaðir árlega.
[1] Úr 28 gr. Reglugerðar um aðbúnað og umhirðu dýra frá umhverfisstofun
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/fb2a3248fb741f5200256f810052a965?OpenDocument