Hundaskóli Heiðrúnar Klöru
s. 6442000
  • Upphafstaða
  • HundaAkademian
  • Námskeið hjá HundaAkademíunni
  • Gjafabréf
  • Einkatími
  • Um hundaskólann
    • Staðsetning
    • Heiðrún Klara
  • Blogg
  • Ummæli
  • Fróðleikur
  • Hafa samband

Merkjamál hunda og stress

Picture










Hvað er merkjamál hunda?

Í stuttu máli er það tungumál og líkjamstjáning hunda, hverning þeir haga sér til að láta okkur, aðra hunda eða umhverfið vita hvernig þeim líður.
Hundar nota merki sín á milli, þannig tala þeir saman. Sem dæmi; þegar tveir hundar eru að fara hittast senda þeir mörg merki til hvors annars sem hjálpar þeim að meta hvort þeir vilji hittast. Annað dæmi er að þeir geta sent okkur merki um hvernig þeim líður t.d. ef aðstæður láta þeim líða ílla.
Merkjamál hunda er eitthvað sem allir ættu að kunna, sérstaklega hundaeigendur, til þess að geta komið í veg fyrir slys, bit og þess háttar. Einnig til að hundurinn viti að við skiljum hann og að tilfinningar hans séu virtar.

Stress í hundum
Að hundur sé stressaður er mun algengara en við höldum. Við getum lagað margar óæskilegar hegðanir með því að vinna í að fá stressið burt.

Fyrirlestur um merkamál hunda og stress
Í fyrsta bóklega tímanum á grunnnámskeiði förum við vel yfir helstu merki hunda og hvernig við getum notað merki á móti, t.d. ef hundurinn sýnir hræðslu þá getum við sent honum róandi merki.
Ef þú hefur áhuga á að læra meira um merkjamál hunda en vilt ekki þurfa fara á heilt grunnnámskeið til þess þá er í boði að skrá sig bara í fyrsta bóklega tímann sem ég held fyrir grunnnámskeiðin. Á þessum fyrirlestri eyðum við 2,5 klukkustund í að tala um merkjamál hunda sem og stress í hundum.

Eftir tímann átt þú að geta lesið þinn hund og aðra hunda sem koma að ykkur mun betur og veist þá hvernig þú átt að bregðast við aðstæðum sem upp koma.

Verð: 5.000 kr og greiðist við skráningu.
Þú mátt taka með þér einn gest á fyrirlesturinn.
Innifalið í verðinu er ein mappa með smá skrifum um það sem við munum tala um. (Auka mappa kostar 500kr)

Skrá mig

Verð: 5.000kr

Þú mátt taka með þér gest.

Næstu fyrirlestrar:

​
Picture
Picture

Ummæli:

Mér fannst fyrirlesturinn ótrúlega gagnlegur. Ég hef verið að kynna mér merkjamál og var smá hrædd um að ég væri að borga fyrir fyrirlestur og vissi allt nú þegar. Það var sko aldeilis ekki og ég lærði helling. Mér finnst ég geta lesið hundana mína betur núna og sömuleiðis notað merkjamálið þeirra til þess að eiga í samskiptum við hundana mína. Til dæmis ef þeir heyra eitthvað sem þeir eru óvissir um, geispa ég og sleiki útum og ég sé þá strax slaka á.
Hrefna Pétursdóttir.




Jákvæð nálgun Heiðrúnar Klöru í hundaþjálfun leggur grunn að sterku og góðu sambandi milli hunds og eiganda. Betri grunn að hundauppeldi er vart hægt að óska sér. Fyrirlesturinn var frábær og tímalengdin góð, sjálf hefði ég verið til í framhald :) Allt skýrt og vel sett fram, skemmtilegt að brjóta upp fyrirlesturinn með myndböndum til að "vekja" áheyrendur".
Fjóla Björk Hauksdóttir.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.