Lífsleikninámskeið
Hvað er lífsleikninámskeið?
Hjá okkur mannfólkinu er hugtakið „lífsleikni“ skilgreint svo: „Lífsleikni er geta til að laga sig að mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs“* Hundarnir okkar eiga einnig skilið að eiga gott líf og að geta tekist á við okkar kröfur og áskoranir. Því miður eru alltof margir hundar sem af mismunandi ástæðum eiga mjög erfitt með ýmis atriði. Þeir geta átt erfitt með göngutúra og t.d.að sjá aðra hunda. Þeir geta verið hræddir, óöryggir, árásargjarnir, eða eru kannski með aðeins of mikið sjálfsálit. Á lífsleikni við mig og hundinn minn? Hundurinn.... ...geltir á/sér „rautt“ þegar hann sér hunda/fólk/hjól/hlaupara/börn á göngu ...á erfitt með að sjá aðra hunda þegar hann sjálfur er í taumi, en í lagi ef hann er laus ... er óöruggur/hræddur og vill í raun ekki hitta hunda/fólk og geltir/urrar í von um að reka burt ...þarf að styrkja sjálfstraustið sitt ...togar gríðarlega í tauminn þegar hann sér aðra hunda/fólk því hann bara verður að heilsa ...á erfitt með að hlusta á þig úti ...verður alveg snarvitlaus þegar gestir koma í heimsókn Ertu farin/n... ...að kvíða því að þurfa fara út í göngutúr með hundinn? ...að labba á tímum sem þú hittir ekki aðra, því þá verður allt vitlaust? ...að forðast fólk því þú skammast þín út af hegðun hundsins? Þetta þarf ekki að vera svona |
|
Á lífsleikninámskeiðinu færðu mjög ítarlega kennslu um atferli hunda, hvernig þeir virka og hvernig við getum hjálpað þeim að slappa af í erfiðum aðstæðum.
Fyrst er pantað atferlisviðtal og við skoðum það saman hvort lífsleikninámskeiðið á við ykkur.
Ef það kemur í ljós eftir atferlisviðtalið að þið getið verið með þá gengur gjaldið fyrir atferlisviðtalið upp í heildarupphæð námskeiðsins**
Uppbygging námskeiðsins:
Atferlisviðtal – 2 klst.
Tveir bóklegir tímar, 2-3 klst. hvor.
Sex verklegir einkatímar.
Atferlisviðtalið fer fram í ró og næði í hundaskólanum. Þar er saga hundsins skoðuð, hvernig líf hans lítur út núna og hver vandamálin eru. Í tímanum eru fyrstu heimaverkefnin sett fyrir.
Í bóklegu tímunum sem eru án hundanna, er farið yfir mikið efni sem mun hjálpa við að takast á við þær aðstæður sem upp koma og kenna hundinum að slappa betur af. Hver bóklegur tími er á milli 2 til 3 klukkustundir að lengd.
Verklegu tímarnir eru einkatímar þar sem hver hundur er með sitt æfingarprógramm, sérsniðið að þörfum hans. Það verða ekki aðrir hundar á staðnum, nema þegar við ætlum að æfa það sérstaklega og þá er það svokallaður „hlutlaus“ hundur sem er rólegur og góður. Það getur verið vika á milli tímanna, eða tvær-þrjár, það er mismunandi eftir því hversu langan tíma hundarnir þurfa til að gera heimaverkefnin sín. Hver verklegur tími er 30 til 40 mínútur að lengd.
Hvað er námskeiðið langt?
Bóklegu tímarnir verða fyrstu þrjár til fjórar vikurnar, eftir það fer það alveg eftir hverjum hundi fyrir sig hversu langan tíma námskeiðið tekur.
Hvað svo?
Þegar námskeiðið er búið hefur þú öll þau verkfæri og kunnáttu sem þú þarft á að halda til þess að halda áfram í að vinna með hundinum þínum og auka lífsgæði hans.
Veitir þetta námskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum?
Nei, þar sem þetta er sérnámskeið og ekki farið í atriði sem farið er í á grunnnámskeiði veitir þetta námskeið ekki afslátt.
Veitir þetta námskeið styrk frá stéttarfélögum?
Já, hjá þeim stéttarfélögum sem bjóða upp á hundanámskeiðsstyrk (Efling og VR veita allt að 50% styrk).
Sendu okkur fyrirspurn á heidrunklara@heidrunklara.is
*Skilgreining frá Life Skills Education in Schools, WHO 1997.
** Ef atferlisviðtal fer fram á kvöldin eða um helgi, þá bætist við aukakostnaður sem ekki gengur upp í námskeiðskostnað. Gildistíminn er 3 mánuðir frá því að atferlisviðtalið fór fram.
Fyrst er pantað atferlisviðtal og við skoðum það saman hvort lífsleikninámskeiðið á við ykkur.
Ef það kemur í ljós eftir atferlisviðtalið að þið getið verið með þá gengur gjaldið fyrir atferlisviðtalið upp í heildarupphæð námskeiðsins**
Uppbygging námskeiðsins:
Atferlisviðtal – 2 klst.
Tveir bóklegir tímar, 2-3 klst. hvor.
Sex verklegir einkatímar.
Atferlisviðtalið fer fram í ró og næði í hundaskólanum. Þar er saga hundsins skoðuð, hvernig líf hans lítur út núna og hver vandamálin eru. Í tímanum eru fyrstu heimaverkefnin sett fyrir.
Í bóklegu tímunum sem eru án hundanna, er farið yfir mikið efni sem mun hjálpa við að takast á við þær aðstæður sem upp koma og kenna hundinum að slappa betur af. Hver bóklegur tími er á milli 2 til 3 klukkustundir að lengd.
Verklegu tímarnir eru einkatímar þar sem hver hundur er með sitt æfingarprógramm, sérsniðið að þörfum hans. Það verða ekki aðrir hundar á staðnum, nema þegar við ætlum að æfa það sérstaklega og þá er það svokallaður „hlutlaus“ hundur sem er rólegur og góður. Það getur verið vika á milli tímanna, eða tvær-þrjár, það er mismunandi eftir því hversu langan tíma hundarnir þurfa til að gera heimaverkefnin sín. Hver verklegur tími er 30 til 40 mínútur að lengd.
Hvað er námskeiðið langt?
Bóklegu tímarnir verða fyrstu þrjár til fjórar vikurnar, eftir það fer það alveg eftir hverjum hundi fyrir sig hversu langan tíma námskeiðið tekur.
Hvað svo?
Þegar námskeiðið er búið hefur þú öll þau verkfæri og kunnáttu sem þú þarft á að halda til þess að halda áfram í að vinna með hundinum þínum og auka lífsgæði hans.
Veitir þetta námskeið afslátt af hundaleyfisgjöldum?
Nei, þar sem þetta er sérnámskeið og ekki farið í atriði sem farið er í á grunnnámskeiði veitir þetta námskeið ekki afslátt.
Veitir þetta námskeið styrk frá stéttarfélögum?
Já, hjá þeim stéttarfélögum sem bjóða upp á hundanámskeiðsstyrk (Efling og VR veita allt að 50% styrk).
Sendu okkur fyrirspurn á heidrunklara@heidrunklara.is
*Skilgreining frá Life Skills Education in Schools, WHO 1997.
** Ef atferlisviðtal fer fram á kvöldin eða um helgi, þá bætist við aukakostnaður sem ekki gengur upp í námskeiðskostnað. Gildistíminn er 3 mánuðir frá því að atferlisviðtalið fór fram.