Klikker trix námskeið
Við förum yfir hvað klikkerþjálfun er og hvernig við kennum hundinum með klikker. Við tökum létt trix sem er bæði skemmtileg fyrir hundinn og eiganda. Allir hundar, ungir sem eldri mega vera með. Þú þarft ekki að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera með. Eina krafan er að hundurinn þinn getur verið innanum aðra hunda á námskeiðinu. En ef þú ert með hund sem getur ekki æft innanum aðra hunda, þá mætir þú hreinlega hundlaus í tímana, horfir, hlustar og lærir. Svo prófar þú æfingarnar heima. Allir munu vinna mest með trixin sín heima og hundarnir læra betur þegar er minni truflun.
Ég mun sýna ykkur videó og vera í sambandi við ykkur á milli tímana til að hjálpa ykkur áfram. Námskeiðið er ætlað fyrir byrjendur í klikkerþjálfun svo þú þarft ekki kunna neitt fyrirfram, bara hafa áhuga á að læra. En ef þú hefur áður skoðað klikkerþjálfun og finnst þú vera föst eða hefur ekki fattað "klikkerinn" alveg ennþá þá er tilvalið að vera með. Þjálfunaraðferðin
Klikkerþjálfun er orðin mjög vinsæl í hundaheiminum og er komin til að vera.
Klikkerþjálfun er þjálfunaraðferð sem byggist á að merkja æskilega hegðun og verðlauna hana. Æskileg hegðun er merkt með því að ýta á tæki sem kallað er klikker. Þetta tæki gefur frá sér „klikk“ hljóð sem merkir nákvæmlega þegar hundurinn er að gera rétt. Þessi skýru skilaboð gera að verkum að hundinum finnst þetta skemmtilegra en hefðbundin þjálfun. Innifalið í námskeiðinu er klikker frá Karen Pryor. |
Verð: 17.500kr
Næstu námskeið:
Mars/apríl - Hafið samband |