s. 6614008
  • Upphafstaða
  • HundaAkademian
  • Námskeið hjá HundaAkademíunni
  • Gjafabréf
  • Einkatími
  • Um hundaskólann
    • Staðsetning
    • Heiðrún Klara
    • Halldóra Lind
  • Úti á landi
  • Blogg
  • Ummæli
  • Fróðleikur
  • Hafa samband
  • Vera með á facebook

Geltnámskeið


Dýpri þekking á gelti
Gelt námskeiðið er nýjung hjá HundaAkademíunni. Markmið námskeiðisins er að hjálpa hundaeigendum að læra að sjá af hverju hundurinn þeirra geltir og finna lausnir á gelt vandamálinu. Hugmyndin af námskeiðinu kviknaði því margir eru að glíma við sömu vandamál. Þess vegna er tilvalið að bjóða uppá dýpri þekkingu á gelti á betra verði. Námskeiðið byrjar á fyrirlestri um merkjamál og stress en fyrirlesturinn leggur góðan grunn fyrir það sem koma skal. Því næst er fyrirlestur um mismunandi gelt og farið verður grunnt í vandamálalausnir og umræður. Í þessum tíma fá nemendur verkefni að vinna í fyrir næsta tíma. Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum facebook hóp þar sem gelt vandamálin eru rædd. Næstu tveir tímar eru umræðutímar og vandamálalausnir ræddar og miðast efni tímans við þau vandamál sem nemendur eru að glíma við að hverju sinni.

Námskeið eru fyrirlestrar og umræðutímar án hunds.

Sumir hundar verða stjórnlausir, ofsa hræddir, ofsa glaðir eða ,,sjá rautt” og gelta þegar þeir mæta öðrum hundum eða fólki. Þeir hundar þurfa meira aðhald og kennslu og þyrftu að komast á lífsleikninámskeið. Lífsleikni námskeiðið er í boði eitt og sér en getur verið tilvalið meðfram gelt námskeiði ef margar gerðir gelts eru vandamál. Einnig er hægt að byrja á gelt námskeiði og fara yfir á lífsleikni að loknu gelt námskeiði ef þörf er á.

Skrá mig
Kynningaverð 10.000kr.

Picture
Næstu námskeið;
  • 31. janúar

Tímayfirlit:

Picture

Skrá mig
Heiðrún Klara Johansen - hundaþjálfari. www.heidrunklara.is  netfang: heidrunklara@heidrunklara.is
Skemmuvegur 40 (bleik gata) 200 Kópavogur. s. 6614008.  Kt. 070279-5339 Vsk-númer: 110690