Framhaldsnámskeið
![]() Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa grunnæfingarnar á hreinu. Hvort sem þið hafið farið á námskeið eða æft sjálf eruð þið velkomin á framhaldsnámskeið. Hundurinn þarf að vera vanur að æfa innanum aðra hunda. Semsagt æfing með truflun. Þið eigið að kunna grunnæfingar sem eru; sitja, liggja, vera kyrr og innkall.
Eigandinn þarf að þekkja merkjamál hunda og geta lesið sinn hund vel. (Hægt er að sækja fyrirlestur um merkjamál hunda, sjá hér) Einnig þarf eigandinn að hafa áhuga að vinna með hundinum á jákvæðum nótum og notast við kennsluaðferðina Styrking við jákvæða hegðun. Líkamlegar refsingar eða notkun á keðjuólum eru ekki leyfilegar. Ef þú ert með eldri hund sem þú hefur verið að æfa sjálf en ert ekki viss hvort þú ættir að fara á grunnnámskeið eða framhaldsnámskeið þá endilega sendu mér póst og við metum það saman. Ekkert próf er í lokin, þannig geta allir fengið að æfa sig á sínum hraða og valið hvort æft sé með það markmið að keppa í framtíðinni eða bara hafa gaman. |
Verð: 17.500kr
Næsta námskeið;
Mars - Hafið samband
|