Einkatími / Atferlisráðgjöf
![]() Ef þú vilt fá persónulegar ráðleggingar varðandi hundinn þinn þá er einkatími kjörinn. Það getur hentað vel að fá einkatíma ef hundurinn er með hegðunarvandarmál eða þið viljið ekki þurfa að fara á heilt námskeið til að fá ráð um nokkra hluti varðandi hundauppeldið.
Einkatími virkar þannig að þið komið til mín við Skemmuveg 40 í Kópavogi og við ræðum saman og gerum æfingar. Dæmi um hegðunarvandamál sem hægt er að vinna með er; Hræðsla, æsingur, aðskilnaðarkvíði, hagar sér ílla, hlustar ílla á þig, pissar ennþá inni, gestakoma og margt fleira. Fyrsti hvolpurinn
![]() Að fá fyrsta hvolpinn er svakalega spennandi. Við höfum gríðalega mikin áhuga á að kenna honum allt og helst á fyrsta degi. En við þurfum að fara eftir nokkrum reglum og gera hlutina í réttri röð svo að hvolpurinn stressist ekki allur upp og verður "óþægur" "taugaveiklaður" "erfiður" í framtiðinni.
Við viljum gjarnan ekki gera rangt, en nýjir hundaeigendur vita oft ekki hvað það er sem er rangt, fyrr en hundaþjálfari bendir á það mörgum mánuðum seinna þegar þau eru á námskeiði. Þá þarf að fara laga gamla ósiði. Best er að koma í veg fyrir þá strax. Þið sem eruð ný komin með hvolpinn getið pantað mig í heimsókn. Þið fáið að vita allt sem þið þurfið að vita til þess að ala hundinn upp vel þangað til hvolpurinn er orðinn nóg of gammall til að sækja námskeið og fara að æfa hlýðniæfingar. Oftast tekur svona heimsókn um 2 klukkutíma. Fyrir nánari upplýsingar getið þið haft samband á tölvupósti. |
Allar nánari upplýsingar á hunda@hunda.is
Ertu úti á landi?
Þá getur þú haft samband við mig og við getum annað hvort tekið einkatíma símleiðis og með hjálp af videó upptökum, eða að þú smalar saman nokkrum hundum og við setjum upp helgarnámskeið i þínu sveitarfélagi. Allt er hægt. Hafið samband. |