Margir kannast við að eiga gullfallegan og yndislegan hund, sem líkar að kúra hjá manni, fylgir manni út um allt og er alveg til í að hlusta á mann – inni! En um leið og þið farið út þá breytist litla gullið í skrímsli sem æsist allur upp, togar á fullu í tauminn, geltir á allt sem hann sér og hlustar ekkert á ykkur. Eða um leið og þið sleppið honum í lausagöngu eða á hundasvæði, þá er mjög erfitt að ná athygli hundsins og hann vill helst ekki koma til ykkar þegar þið kallið, allavega ekki næsta klukkutímann.
Af hverju breytist Snati í heyrnarlaust skrímsli þegar við erum úti?
Af hverju breytist Snati í heyrnarlaust skrímsli þegar við erum úti?
Af hverju hlustar Blíða ekki á mig þegar hún er laus úti? Af hverju geltir Tryggur og geltir og geltir á alla hunda um leið og hann sér þá, en þegar hann bara fær að þefa þá er hann góður? Af hverju togar Týra svona svakalega í tauminn þegar við erum úti að labba?
Þetta eru allt góðar spurningar og frekar algengar spurningar því miður. Svarið liggur í væntingum hundsins og venjum hans og stressi.
Góðu fréttirnar eru þær að flest allt er hægt að laga með góðum árangri ef við leggjum okkur aðeins fram og breytum til í okkar venjum. Stundum þarf ekki mikið til.
Æsingur úti er algengur í hundum. Um leið og hundurinn fattar að við séum að fara út að labba þá tökum við eftir að væntingar hundins eru mjög stórar um að núna er sko eitthvað skemmtilegt að fara að gerast. Oft verða þeir svo æstir að þeir ráða ekki við sig af gleði. Hreinlega detta í að verða stressaðir.
Að hundur sé stressaður er alvarlegt einkenni sem ber að taka alvarlega. Oft verður eigandi hissa þegar ég bendi á að ástæðan bak við tiltekna hegðun sé stress í hundinum, og þegar ég gef það ráð að minnka hreyfingu og hætta boltakasti og láta hundinn frekar byrja að fara í rólega göngutúra og leyfa honum að þefa, þá er fyrsta hugsun hjá fólki að þá verði hundurinn sko ennþá verri. Það er alveg eðlileg hugsun að Snati, sem hefur mikla hreyfiþörf byrji að klifra upp veggina við að fá ekki sína daglegu útrás í formi hlaupa með boltakasti í 1 til 2 klukkutíma á dag.
En hvað er að vera stressaður?
Flest okkar hafa lent í aðstæðum þar sem við höfum orðið stressuð. Þegar við erum stressuð þá erum við óróleg og rökhugsun er ekki alveg til staðar. Einnig ef einhver dirfist að bögga okkur með asnalegri athugasemd þegar við erum stressuð, þá erum við mjög líkleg til að „urra“ einhverju á aðilann, en ef við hefðum fengið sömu athugasemd þegar við vorum róleg væri líklegra að við gætum svarað af virðingu.
Til að losna við stressið þurfum við að fara úr aðstæðunum sem stressuðu okkur og láta líða smá tíma til að við getum jafnað okkur.
Hvað er það sem gerist í líkamanum þegar við verðum stressuð?
Það myndast þrjú svokölluð stresshormón í líkamanum. Adrenalín, noradrenalín og kortisol. Við þekkjum adrenalín úr íþróttum. Þetta hormón er ávanabindandi. Hafið þið ekki heyrt orðið „adrenalínfíkill“? Að maður fái þörf á að hreyfa sig meira og meira og líði illa ef maður fær ekki að fara í ræktina í einn dag. Eða hlauparar sem verða háðir því að hlaupa langt og oft.
Kortisol hormónið er líka athygisvert þegar við erum að spá í af hverju hundurinn hlustar ekki, virðist heimskur. Ef kortisolið fær að vera ríkjandi í líkama hundsins daglega, þá drepur það heilafrumur og hundurinn verður bókstaflega heimskari. Hann missir getu til að vinna úr upplýsingum sem hann ætti að geta unnið úr venjulega.
Það sem er mikilvægt að hafa í huga er að þessi stresshormón geta verið eftir í líkamanum í 3-4 daga eftir stress. Þannig að ef t.d. boltakast er eina daglega hreyfing hundsins, þá eru stresshormónin alltaf í líkamanum og getur hundurinn þá byrjað að þjást af langvarandi stressi sem þýðir að kortisolið er ríkjandi og drepur heilafrumurnar.
Góðu fréttirnar eru þær að ef við bara minnkum stressið og hundurinn fær að lifa í stress-fríu umhverfi í nokkra mánuði, þá byrja heilafrumurnar að byggja sig upp aftur og við getum þá byrjað æfa hundinn upp í að hugsa rökrétt og taka góðar ákvarðanir.
En einmitt, það stóð þarna nokkrir mánuðir, svo við viljum reyna að koma í veg fyrir að hundurinn þjáist svo lengi af stressi að heilafrumunum fari að fækka.
Best er að taka á þessu strax og þið með hvolpa hugið að því að fyrirbyggja æsing.
Hvaða aðstæður stressa hundinn?
Það fer alveg eftir hundinum hvað honum finnst stressandi. En í grunninn eru það aðstæður sem honum líður ekki vel í, en þarf að vera í. Aðstæður sem hann ræður ekki við. Umhverfi / fólk / hundar og fleira sem hann er ekki vanur og veit ekki hvernig hann á að haga sér. Misskilningur milli eiganda og hunds. Eigandi reynir að hjálpa og leiðbeina en hundur misskilur merki eiganda og stressast ennþá meira. Mjög stórar væntingar til hundsins af eiganda eða að það voru of stórar kröfur frá eiganda þegar hundurinn var hvolpur og þjálfunin fór of hratt fram. Persónuleiki hundsins, sumir hundar eru viðkvæmir frá fæðingu og þurfa meiri tíma til að byggja upp sitt sjálfstraust. Engar reglur og rútínur á heimilinu, hundurinn veit aldrei hvað er að fara gerast. Grunnþörfum hundsins er ekki sinnt (dagleg hreyfing, matur, vatn, nærvera við fólkið sitt) og eflaust margt annað gæti stressað hundinn.
Sumir hundar eiga auðveldara með að stressast en aðrir. En það er mjög mikilvægt að skoða hvernig hvolpurinn hafði það hjá ræktanda, hvað hann fékk að upplifa á þeim tíma. Hvernig mamman og pabbinn eru og svo umhverfisþjálfunin þegar þið fenguð hundinn í hendurnar. Svo þarf líka að passa að ekki má umhverfisþjálfa of mikið.
Hvernig á að fyrirbyggja æsing?
Hvolpaeigendur þurfa að fyrirbyggja mjög mikið, ekki bara stress. Það er mikil kunnátta sem þið þurfið að öðlast og grunnnámskeið er góð leið til að byrja, til að læra að skilja hundinn ykkar og hvernig best sé að vinna með honum þannig að hann hlusti á ykkur í framtíðinni þó það sé ekki pylsa í höndunum á ykkur.
Hvernig á að minnka æsing?
Ef um mikinn æsing er að ræða er fínt að hafa samband við mig og við getum fundið ástæðuna fyrir æsingnum þannig að við getum markvisst unnið með vandamálið, sérsniðið að ykkur.
Það sem allir geta prófað er að breyta úti-rútínu hundsins. Minnka allan æsing eða hreinlega hætta öllu sem æsir hundinn, allavega í nokkrar vikur/mánuði. Látið hundinn fara í rólega göngutúra þar sem hann er nánast að þefa allan tímann. Ef þið fáið hann ekki til að þefa getið þið látið agnarsmáa pylsu/lifrarpylsubita detta niður á jörðina, svona eins og þið séuð að búa til slóð af nammi og leyfið svo hundinum að þefa þær upp á eftir ykkur.
Þegar hundurinn þefar þá ræsir hann róandi efni líkamans og hann nær að koma sér í jafnvægi. Ef þið búið á stað þar sem er mikið af þessum stress „kveikjum“ þá mæli ég með að keyra út úr bænum eða finna rólegri staði til að labba með hundinn til þess að virklega ná að af-stressa hann.
Ef hundurinn fær að þefa í t.d. hálftíma göngutúr er hann orðin vel þreyttur og einnig „andlega“ þreyttur. Þefið er aðaláhugamál hundsins og þeir fá andlega örvun við að þefa. Það mætti fara svo langt að segja að það ætti að vera réttur hundins að fá að þefa daglega úti í göngutúrum.
Finnið athafnir sem virkja hugsun hundsins og veita andlega örvun í stað þess að leika bara villt með honum þannig að hann fari upp í stress. Klikkerþjálfun virkar mjög vel til að móta hundinn í að hugsa meira og verða þar af leiðandi rólegri. Öll sporavinna er góð. Núna þegar sumarið er komið er tilvalið fyrir þá sem vilja að synda mikið. Þegar þið farið í lausagöngu á svæðum fjarri byggð þá labbið bara með hundinum en ekki hafa með bolta. Þannig þarf hundurinn sjálfur að athafna sig og þá byrjar hann að rölta um og þefa og ef hann velur að hlaupa þá er það allt í lagi, því hann er ekki að „elta bráðina“.
Athugið að þið þurfið kannski að minnka lausagöngu um tíma til að vinna á stressinu. Ef hundurinn hleypur um nánast allan tímann í lausagöngu er hún ekki að virka sem af-stressandi æfing. Þá þarf að labba í taumi og láta hann þefa þannig í staðinn. En svo getur þú leyft honum hlaup í lausagöngu einu sinni í viku.
Þegar þið eruð heima, látið hann fá nagbein að dunda við, finna nammi sem þú felur, opna pakka með góðgæti í og já, það er margt hægt að gera til að hundurinn hafi eitthvað fyrir stafni án þess að æsa hann upp.
Má þá aldrei leika við hundinn aftur? Má aldrei kasta bolta aftur?
Jú, það má auðvita og þið þurfið að meta hversu mikill æsingur er í hundinum. Ef hann er mjög mikill er fínt að pása æsta leiki og taka þá svo inn seinna og þá kannski bara einu sinni til tvisvar í viku. Munið bara að eftir stressandi athöfn þarf meiri ró dagana á eftir til að hundurinn nái að jafna sig (t.d. geta barnaafmæli, jól, áramót, partý, matarboð og fleira verið stressandi athafnir).
Svo mæli ég með að þið notið beisli á hundinn í stað þess að krækja tauminn í hálsól. Það eru mjög margar ástæður fyrir því og þið getið lesið hverjar þær eru hér.
Reglur, rútínur, fastur rammi er líka kostur, svo hundurinn þekki hvað gildir og hvenær. Þá líður honum betur og veit hvað hann á að gera.
Viltu læra meira um stress og æsing í hundum? Viltu reyna að skilja merkin betur sem hundurinn sendir frá sér þar sem hann segir að honum líði ekki vel? Viltu vita hvernig þú getur þínum róað hundinn þinn niður með líkamstjáningu?
Ef þú ert ekki búin/n að því nú þegar mæli ég með að þú komir á grunnnámskeið hjá mér, þar förum við yfir þetta allt saman. Þú getur líka verið með á fyrirlestri um merkjamál hunda og stress í hundum og þú getur séð upplýsingar um næsta fyrirlestur hér.
Þetta eru allt góðar spurningar og frekar algengar spurningar því miður. Svarið liggur í væntingum hundsins og venjum hans og stressi.
Góðu fréttirnar eru þær að flest allt er hægt að laga með góðum árangri ef við leggjum okkur aðeins fram og breytum til í okkar venjum. Stundum þarf ekki mikið til.
Æsingur úti er algengur í hundum. Um leið og hundurinn fattar að við séum að fara út að labba þá tökum við eftir að væntingar hundins eru mjög stórar um að núna er sko eitthvað skemmtilegt að fara að gerast. Oft verða þeir svo æstir að þeir ráða ekki við sig af gleði. Hreinlega detta í að verða stressaðir.
Að hundur sé stressaður er alvarlegt einkenni sem ber að taka alvarlega. Oft verður eigandi hissa þegar ég bendi á að ástæðan bak við tiltekna hegðun sé stress í hundinum, og þegar ég gef það ráð að minnka hreyfingu og hætta boltakasti og láta hundinn frekar byrja að fara í rólega göngutúra og leyfa honum að þefa, þá er fyrsta hugsun hjá fólki að þá verði hundurinn sko ennþá verri. Það er alveg eðlileg hugsun að Snati, sem hefur mikla hreyfiþörf byrji að klifra upp veggina við að fá ekki sína daglegu útrás í formi hlaupa með boltakasti í 1 til 2 klukkutíma á dag.
En hvað er að vera stressaður?
Flest okkar hafa lent í aðstæðum þar sem við höfum orðið stressuð. Þegar við erum stressuð þá erum við óróleg og rökhugsun er ekki alveg til staðar. Einnig ef einhver dirfist að bögga okkur með asnalegri athugasemd þegar við erum stressuð, þá erum við mjög líkleg til að „urra“ einhverju á aðilann, en ef við hefðum fengið sömu athugasemd þegar við vorum róleg væri líklegra að við gætum svarað af virðingu.
Til að losna við stressið þurfum við að fara úr aðstæðunum sem stressuðu okkur og láta líða smá tíma til að við getum jafnað okkur.
Hvað er það sem gerist í líkamanum þegar við verðum stressuð?
Það myndast þrjú svokölluð stresshormón í líkamanum. Adrenalín, noradrenalín og kortisol. Við þekkjum adrenalín úr íþróttum. Þetta hormón er ávanabindandi. Hafið þið ekki heyrt orðið „adrenalínfíkill“? Að maður fái þörf á að hreyfa sig meira og meira og líði illa ef maður fær ekki að fara í ræktina í einn dag. Eða hlauparar sem verða háðir því að hlaupa langt og oft.
Kortisol hormónið er líka athygisvert þegar við erum að spá í af hverju hundurinn hlustar ekki, virðist heimskur. Ef kortisolið fær að vera ríkjandi í líkama hundsins daglega, þá drepur það heilafrumur og hundurinn verður bókstaflega heimskari. Hann missir getu til að vinna úr upplýsingum sem hann ætti að geta unnið úr venjulega.
Það sem er mikilvægt að hafa í huga er að þessi stresshormón geta verið eftir í líkamanum í 3-4 daga eftir stress. Þannig að ef t.d. boltakast er eina daglega hreyfing hundsins, þá eru stresshormónin alltaf í líkamanum og getur hundurinn þá byrjað að þjást af langvarandi stressi sem þýðir að kortisolið er ríkjandi og drepur heilafrumurnar.
Góðu fréttirnar eru þær að ef við bara minnkum stressið og hundurinn fær að lifa í stress-fríu umhverfi í nokkra mánuði, þá byrja heilafrumurnar að byggja sig upp aftur og við getum þá byrjað æfa hundinn upp í að hugsa rökrétt og taka góðar ákvarðanir.
En einmitt, það stóð þarna nokkrir mánuðir, svo við viljum reyna að koma í veg fyrir að hundurinn þjáist svo lengi af stressi að heilafrumunum fari að fækka.
Best er að taka á þessu strax og þið með hvolpa hugið að því að fyrirbyggja æsing.
Hvaða aðstæður stressa hundinn?
Það fer alveg eftir hundinum hvað honum finnst stressandi. En í grunninn eru það aðstæður sem honum líður ekki vel í, en þarf að vera í. Aðstæður sem hann ræður ekki við. Umhverfi / fólk / hundar og fleira sem hann er ekki vanur og veit ekki hvernig hann á að haga sér. Misskilningur milli eiganda og hunds. Eigandi reynir að hjálpa og leiðbeina en hundur misskilur merki eiganda og stressast ennþá meira. Mjög stórar væntingar til hundsins af eiganda eða að það voru of stórar kröfur frá eiganda þegar hundurinn var hvolpur og þjálfunin fór of hratt fram. Persónuleiki hundsins, sumir hundar eru viðkvæmir frá fæðingu og þurfa meiri tíma til að byggja upp sitt sjálfstraust. Engar reglur og rútínur á heimilinu, hundurinn veit aldrei hvað er að fara gerast. Grunnþörfum hundsins er ekki sinnt (dagleg hreyfing, matur, vatn, nærvera við fólkið sitt) og eflaust margt annað gæti stressað hundinn.
Sumir hundar eiga auðveldara með að stressast en aðrir. En það er mjög mikilvægt að skoða hvernig hvolpurinn hafði það hjá ræktanda, hvað hann fékk að upplifa á þeim tíma. Hvernig mamman og pabbinn eru og svo umhverfisþjálfunin þegar þið fenguð hundinn í hendurnar. Svo þarf líka að passa að ekki má umhverfisþjálfa of mikið.
Hvernig á að fyrirbyggja æsing?
Hvolpaeigendur þurfa að fyrirbyggja mjög mikið, ekki bara stress. Það er mikil kunnátta sem þið þurfið að öðlast og grunnnámskeið er góð leið til að byrja, til að læra að skilja hundinn ykkar og hvernig best sé að vinna með honum þannig að hann hlusti á ykkur í framtíðinni þó það sé ekki pylsa í höndunum á ykkur.
Hvernig á að minnka æsing?
Ef um mikinn æsing er að ræða er fínt að hafa samband við mig og við getum fundið ástæðuna fyrir æsingnum þannig að við getum markvisst unnið með vandamálið, sérsniðið að ykkur.
Það sem allir geta prófað er að breyta úti-rútínu hundsins. Minnka allan æsing eða hreinlega hætta öllu sem æsir hundinn, allavega í nokkrar vikur/mánuði. Látið hundinn fara í rólega göngutúra þar sem hann er nánast að þefa allan tímann. Ef þið fáið hann ekki til að þefa getið þið látið agnarsmáa pylsu/lifrarpylsubita detta niður á jörðina, svona eins og þið séuð að búa til slóð af nammi og leyfið svo hundinum að þefa þær upp á eftir ykkur.
Þegar hundurinn þefar þá ræsir hann róandi efni líkamans og hann nær að koma sér í jafnvægi. Ef þið búið á stað þar sem er mikið af þessum stress „kveikjum“ þá mæli ég með að keyra út úr bænum eða finna rólegri staði til að labba með hundinn til þess að virklega ná að af-stressa hann.
Ef hundurinn fær að þefa í t.d. hálftíma göngutúr er hann orðin vel þreyttur og einnig „andlega“ þreyttur. Þefið er aðaláhugamál hundsins og þeir fá andlega örvun við að þefa. Það mætti fara svo langt að segja að það ætti að vera réttur hundins að fá að þefa daglega úti í göngutúrum.
Finnið athafnir sem virkja hugsun hundsins og veita andlega örvun í stað þess að leika bara villt með honum þannig að hann fari upp í stress. Klikkerþjálfun virkar mjög vel til að móta hundinn í að hugsa meira og verða þar af leiðandi rólegri. Öll sporavinna er góð. Núna þegar sumarið er komið er tilvalið fyrir þá sem vilja að synda mikið. Þegar þið farið í lausagöngu á svæðum fjarri byggð þá labbið bara með hundinum en ekki hafa með bolta. Þannig þarf hundurinn sjálfur að athafna sig og þá byrjar hann að rölta um og þefa og ef hann velur að hlaupa þá er það allt í lagi, því hann er ekki að „elta bráðina“.
Athugið að þið þurfið kannski að minnka lausagöngu um tíma til að vinna á stressinu. Ef hundurinn hleypur um nánast allan tímann í lausagöngu er hún ekki að virka sem af-stressandi æfing. Þá þarf að labba í taumi og láta hann þefa þannig í staðinn. En svo getur þú leyft honum hlaup í lausagöngu einu sinni í viku.
Þegar þið eruð heima, látið hann fá nagbein að dunda við, finna nammi sem þú felur, opna pakka með góðgæti í og já, það er margt hægt að gera til að hundurinn hafi eitthvað fyrir stafni án þess að æsa hann upp.
Má þá aldrei leika við hundinn aftur? Má aldrei kasta bolta aftur?
Jú, það má auðvita og þið þurfið að meta hversu mikill æsingur er í hundinum. Ef hann er mjög mikill er fínt að pása æsta leiki og taka þá svo inn seinna og þá kannski bara einu sinni til tvisvar í viku. Munið bara að eftir stressandi athöfn þarf meiri ró dagana á eftir til að hundurinn nái að jafna sig (t.d. geta barnaafmæli, jól, áramót, partý, matarboð og fleira verið stressandi athafnir).
Svo mæli ég með að þið notið beisli á hundinn í stað þess að krækja tauminn í hálsól. Það eru mjög margar ástæður fyrir því og þið getið lesið hverjar þær eru hér.
Reglur, rútínur, fastur rammi er líka kostur, svo hundurinn þekki hvað gildir og hvenær. Þá líður honum betur og veit hvað hann á að gera.
Viltu læra meira um stress og æsing í hundum? Viltu reyna að skilja merkin betur sem hundurinn sendir frá sér þar sem hann segir að honum líði ekki vel? Viltu vita hvernig þú getur þínum róað hundinn þinn niður með líkamstjáningu?
Ef þú ert ekki búin/n að því nú þegar mæli ég með að þú komir á grunnnámskeið hjá mér, þar förum við yfir þetta allt saman. Þú getur líka verið með á fyrirlestri um merkjamál hunda og stress í hundum og þú getur séð upplýsingar um næsta fyrirlestur hér.