Við hundaeigendur erum sammála um að við viljum móta hundinn okkar til að verða eins góður og hann mögulega getur orðið. Við erum sammála um að allir hundar þurfa reglu og aga og að þeir eigi ekki að fá að komast upp með hvað sem er. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hvernig við kennum hundinum reglurnar og hvernig og hvort refsingar eigi að vera inni í uppeldinu.
Eftirfarandi spurningar eru mjög algengar:
„ Hvernig á ég að skamma hundinn?“
„ Hvernig fæ ég hundinn til að hlýða mér?“
Getur verið að við leggjum of mikla áherslu á það sem við viljum ekki sjá í hundinum? Getur verið að við séum að segja NEI eða skamma hundinn of mikið?
Eftirfarandi spurningar eru mjög algengar:
„ Hvernig á ég að skamma hundinn?“
„ Hvernig fæ ég hundinn til að hlýða mér?“
Getur verið að við leggjum of mikla áherslu á það sem við viljum ekki sjá í hundinum? Getur verið að við séum að segja NEI eða skamma hundinn of mikið?
Hvað gerist ef við snúum blaðinu við? Hvað gerist ef við leggjum áherslu á allt það góða sem hundurinn gerir? Hvernig væri að í stað þess að hugsa um allt sem hundurinn þarf að breyta, að hugsa frekar hvernig við getum breytt til?
„ Hvernig get ég breytt aðstæðum svo hundurinn hafi möguleika á að gera rétt?“
„ Hvernig get ég breytt samskiptum okkar þannig að hundurinn vilji hlusta á mig?“
Þjálfunaraðferðin styrking við jákvæða hegðun/klikkerþjálfun (*1) gengur út á það að í stað þess að leggja áherslu á hegðun sem við viljum ekki sjá aftur, þá erum við að leggja áherslu á það sem við viljum sjá aftur. Styrkja alla jákvæða hegðun. Styrkja allt sem við viljum að hundurinn endurtaki. Einnig hjálpum við hundinum að gera rétt. Aðlögum aðstæðurþannig að hann nái að gera rétt svo við getum verðlaunað. Þannig byrjar hann sjálfur að velja að gera rétt.
Kenth Svartberg skrifaði góða bók um hundauppeldi og skiptir uppeldinu niður í þrjú hlutverk. Bókin heitir Bra relation (*2) á sænsku. Bein þýðing á íslensku væri „Gott samband“. Kenth Svartberg er með doktorsgráðu í Etologi (Vísindamenn sem rannsaka hegðun dýra*3), einnig hefur hann verið aktívur í hlýðni og hundafimi og unnið til Gulls í Svíþjóð.
Í þessari bók útskýrir hann á góðan hátt hvernig samband milli eiganda og hunds ætti að vera. Hann setur upp módel sem lítur svona út:
„ Hvernig get ég breytt aðstæðum svo hundurinn hafi möguleika á að gera rétt?“
„ Hvernig get ég breytt samskiptum okkar þannig að hundurinn vilji hlusta á mig?“
Þjálfunaraðferðin styrking við jákvæða hegðun/klikkerþjálfun (*1) gengur út á það að í stað þess að leggja áherslu á hegðun sem við viljum ekki sjá aftur, þá erum við að leggja áherslu á það sem við viljum sjá aftur. Styrkja alla jákvæða hegðun. Styrkja allt sem við viljum að hundurinn endurtaki. Einnig hjálpum við hundinum að gera rétt. Aðlögum aðstæðurþannig að hann nái að gera rétt svo við getum verðlaunað. Þannig byrjar hann sjálfur að velja að gera rétt.
Kenth Svartberg skrifaði góða bók um hundauppeldi og skiptir uppeldinu niður í þrjú hlutverk. Bókin heitir Bra relation (*2) á sænsku. Bein þýðing á íslensku væri „Gott samband“. Kenth Svartberg er með doktorsgráðu í Etologi (Vísindamenn sem rannsaka hegðun dýra*3), einnig hefur hann verið aktívur í hlýðni og hundafimi og unnið til Gulls í Svíþjóð.
Í þessari bók útskýrir hann á góðan hátt hvernig samband milli eiganda og hunds ætti að vera. Hann setur upp módel sem lítur svona út:
Þetta eru þrír hlutverksflokkar. Það er mikilvægt að allir flokkar séu til staðar, en hlutföllin eiga að vera eins og á myndinni. Öryggið á að vera góður grunnur, svo á að vera mikil Samvinna og smá Ákveðni.
Öryggi
Öryggið er grunnurinn í hundauppeldi.
Hundurinn á að finna fyrir öryggi bæði heima og úti hvort sem hann er laus eða með þér í taumi. Honum á að líða vel heima við. Hann á að treysta öllum í fjölskyldunni. Hann á t.d. ekki að vera hræddur við smábörnin. Hann á að geta sofið óáreittur þegar hann vill. Honum á að líða vel þó hann þurfi að vera einn heima/í bíl. Hann á að fá gott fóður og vatn. Hann á að fá að gera þarfir sínar þegar hann þarf, og daglega hreyfingu og andlega örvun. Honum á að líða vel með að vera meðhöndlaður af þér eða öðrum. Þið eigið að geta slappað af saman, úti sem inni. Ef hann verður hræddur, þá veist þú hvað þú átt að gera til að láta honum líða betur. Dæmi: Ef hann geltir á fullu á annan hund, þá gæti það verið út af hræðslu og að hann sé ekki öruggur í slíkum aðstæðum.
Samvinna
Næst mikilvægast er að efla góð samskipti og samvinnu ykkar á milli. Hundinum á að finnast þú vera mest spennandi í heimi. Ef öryggið er „að vera“ hlutverk, þá er Samvinnan „að gera“ hlutverk. Það sem þið gerði saman gerir að verkum að hundurinn tengir þig og þín merki við áhuga og jákvæðar tilfinningar. Merkin notar þú svo í daglegu lífi. Merki sem er vel inn-æft fær hundinn til að hætta flestu sem hann er að dunda við og koma til þín til að athuga hvað þið séuð að fara gera saman, líka ef hann er að dunda við eitthvað ofsalega spennandi (sem við viljum ekki að hann geri.)
Hundur sem er vanur góðri samvinnu er líklegri til að sjálfviljugur veita þér athygli sem gerir ykkar líf saman mun aðveldara. Því mun stærri áherslu þú setur á samvinnu þá minnkar þörfin fyrir næsta hlutverk sem er ákveðni.
Ákveðni
Stundum kemur upp sú staða að hundurinn gleymi sér í hita leiksins eða tilfinningarnar taki yfir. Það getur verið lykt eða þegar hundurinn finnur matarleyfar úti, semsagt einhver truflun. Með því að æfa samvinnuhlutverkið vel getur þú snúið hundinum í að auðveldlega veita þér athygli í stað þess sem hann átti að láta vera. En ef það virkar ekki og hundurinn velur frekar að spá í trufluninni, er sniðugt að geta haft möguleikann á að stjórna hundinum. Það gerir þú með þinni ákveðni. Með ákveðni segir þú við hundinn að hann eigi að taka til sín þitt merki, þótt hann vilji það ekki.
Varkárni er lykilatriðið þegar við erum að byggja upp þetta hlutverk, því við þurfum að passa að hundurinn fari ekki að tengja þig við neikvæðar tilfinningar. Þegar hundurinn er vanur að hlusta og vill hlusta og vinna með þér, þegar hann er vanur að fá mikið hrós og verðlaun fyrir góða hegðun, þá þegar þú með ákveðinni rödd segir „Nei“ þá er það oftast nóg, hundinum finnst það óþægilegt að heyra.
- Það sem þarf að hafa í huga er að ef ástæðan fyrir óæskilegri hegðun hundsins er hræðsla, óöryggi eða stress þá þurfum við að fara yfir í Öryggishlutverkið og vinna þar. Byggja upp hundinn, auka sjálfstraustið, kenna honum hvernig hann á að haga sér í mismunandi aðstæðum.
- Ef hundurinn virðist hreint og beint hunsa þig og þín merki og jafnvel reynir að hlaupa undan þegar þú ætlar að reyna að ná honum úti, þá þurfum við að vinna betur að Samvinnuhlutverkinu, breyta tilfinningu hundsins gagnvart þér sem fyrirmynd.
„En er slæmt að segja nei þegar hundurinn gerir eitthvað vitlaust?
Gefum dæmi úr atvinnulífinu:
Stína er að vinna á vinnustað þar sem yfirmaðurinn hennar er mjög kröfuharður. Hann potar í hana um leið og hún gerir villur. Hann skammar Stínu fyrir litlu atriðin sem henni finnst óþarfi að leggja áherslu á. En á móti hrósar hann henni þegar hún gerir vel í vinnunni. Hann hangir yfir öllu sem hún gerir og gerir óspart athugasemdir hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Stína veit aldrei hvort hún fær skammir eða hrós. Ef hún prófar að koma með tillögu, og ef honum líkar það ekki þá fær hún leiðinlegt svar til baka og hann fær hana til að hugsa hversu vitlaus hún var að detta þessi tillaga í hug.
Með svona yfirmann eru góðar líkur á að Stína ákveði að vera bara aðgerðalaus / hlutlaus, ekki reyna neitt sérstaklega á sig enda verður henni alveg sama um framtíð vinnustaðarins. Þótt hún fái hrós þá er það of mikið álag fyrir hana að vera alltaf hrædd um skammirnar. Hún er alltaf á tánum og líður almennt ekki vel í vinnunni. Það er líklegt að hún hætti um leið og hún getur.
Hugsið ykkur hunda sem lifa í umhverfi þar sem þeir fá „Nei“ og skammir oft á dag fyrir minnstu hluti. Meira segja það sem þeim finnst algjörlega eðlilegt. Eins og t.d. að hoppa á gesti… - því þeir vilja nú bara heilsa og eru ofsalega glaðir. Er réttlátt að refsa fyrir svona hegðun? En auðvita þurfum við ekki að leyfa honum að hoppa á gesti. Hopperí getur verið mjög leiðinlegt, sérstaklega ef um stóran hund er að ræða. Í klikkerþjálfun myndum við verðlauna „ekki hoppa“ með því að merkja rétta hegðun og hunsa hoppið. Þannig byrjar hundurinn að bjóða upp á að „ekki hoppa“ í stað þess að hoppa þegar koma gestir. Svo eru líka til aðrar æfingar sem hægt er að gera. Í stað þess að bara banna, þá segjum við hvað hundurinn eigi að gera þegar koma gestir t.d. að fara á mottuna og bíða, eða snerta lófa í stað þess að hoppa. Allt er hægt með því að útbúa nýja og góða hegðun.
Sem sagt oftast þegar við þurfum að leiðrétta hegðun erum við að búa til nýja hegðun í staðinn.
Eins og Dr.Phil segir svo oft: People don't break bad habits; they replace them with new ones (Lauslega þýtt: Fólk hættir ekki bara slæmum venjum, það skiptir þeim út fyrir í nýjar.)
Ég mæli með að þið lesið líka greinina sem HundaHanna skrifaði um þýðingu á orðinu Nei. http://hundahanna.com/isl/?p=726 Þar er tekið upp að við segjum orðið nei í allskonar aðstæðum og það þýðir mjög mismunandi og alltaf erum við að ætlast til þess að hundurinn skilji nákvæmlega hvað við erum að meina.
*1) Á ensku: Positivie reinforcement training/Clicker training
*2) Bókin „Bra Relation“ er að finna hér: http://www.svartbergs.se/bocker.html#
*3) Etologi er Ethology á ensku: http://en.wikipedia.org/wiki/Ethology
Öryggi
Öryggið er grunnurinn í hundauppeldi.
Hundurinn á að finna fyrir öryggi bæði heima og úti hvort sem hann er laus eða með þér í taumi. Honum á að líða vel heima við. Hann á að treysta öllum í fjölskyldunni. Hann á t.d. ekki að vera hræddur við smábörnin. Hann á að geta sofið óáreittur þegar hann vill. Honum á að líða vel þó hann þurfi að vera einn heima/í bíl. Hann á að fá gott fóður og vatn. Hann á að fá að gera þarfir sínar þegar hann þarf, og daglega hreyfingu og andlega örvun. Honum á að líða vel með að vera meðhöndlaður af þér eða öðrum. Þið eigið að geta slappað af saman, úti sem inni. Ef hann verður hræddur, þá veist þú hvað þú átt að gera til að láta honum líða betur. Dæmi: Ef hann geltir á fullu á annan hund, þá gæti það verið út af hræðslu og að hann sé ekki öruggur í slíkum aðstæðum.
Samvinna
Næst mikilvægast er að efla góð samskipti og samvinnu ykkar á milli. Hundinum á að finnast þú vera mest spennandi í heimi. Ef öryggið er „að vera“ hlutverk, þá er Samvinnan „að gera“ hlutverk. Það sem þið gerði saman gerir að verkum að hundurinn tengir þig og þín merki við áhuga og jákvæðar tilfinningar. Merkin notar þú svo í daglegu lífi. Merki sem er vel inn-æft fær hundinn til að hætta flestu sem hann er að dunda við og koma til þín til að athuga hvað þið séuð að fara gera saman, líka ef hann er að dunda við eitthvað ofsalega spennandi (sem við viljum ekki að hann geri.)
Hundur sem er vanur góðri samvinnu er líklegri til að sjálfviljugur veita þér athygli sem gerir ykkar líf saman mun aðveldara. Því mun stærri áherslu þú setur á samvinnu þá minnkar þörfin fyrir næsta hlutverk sem er ákveðni.
Ákveðni
Stundum kemur upp sú staða að hundurinn gleymi sér í hita leiksins eða tilfinningarnar taki yfir. Það getur verið lykt eða þegar hundurinn finnur matarleyfar úti, semsagt einhver truflun. Með því að æfa samvinnuhlutverkið vel getur þú snúið hundinum í að auðveldlega veita þér athygli í stað þess sem hann átti að láta vera. En ef það virkar ekki og hundurinn velur frekar að spá í trufluninni, er sniðugt að geta haft möguleikann á að stjórna hundinum. Það gerir þú með þinni ákveðni. Með ákveðni segir þú við hundinn að hann eigi að taka til sín þitt merki, þótt hann vilji það ekki.
Varkárni er lykilatriðið þegar við erum að byggja upp þetta hlutverk, því við þurfum að passa að hundurinn fari ekki að tengja þig við neikvæðar tilfinningar. Þegar hundurinn er vanur að hlusta og vill hlusta og vinna með þér, þegar hann er vanur að fá mikið hrós og verðlaun fyrir góða hegðun, þá þegar þú með ákveðinni rödd segir „Nei“ þá er það oftast nóg, hundinum finnst það óþægilegt að heyra.
- Það sem þarf að hafa í huga er að ef ástæðan fyrir óæskilegri hegðun hundsins er hræðsla, óöryggi eða stress þá þurfum við að fara yfir í Öryggishlutverkið og vinna þar. Byggja upp hundinn, auka sjálfstraustið, kenna honum hvernig hann á að haga sér í mismunandi aðstæðum.
- Ef hundurinn virðist hreint og beint hunsa þig og þín merki og jafnvel reynir að hlaupa undan þegar þú ætlar að reyna að ná honum úti, þá þurfum við að vinna betur að Samvinnuhlutverkinu, breyta tilfinningu hundsins gagnvart þér sem fyrirmynd.
„En er slæmt að segja nei þegar hundurinn gerir eitthvað vitlaust?
Gefum dæmi úr atvinnulífinu:
Stína er að vinna á vinnustað þar sem yfirmaðurinn hennar er mjög kröfuharður. Hann potar í hana um leið og hún gerir villur. Hann skammar Stínu fyrir litlu atriðin sem henni finnst óþarfi að leggja áherslu á. En á móti hrósar hann henni þegar hún gerir vel í vinnunni. Hann hangir yfir öllu sem hún gerir og gerir óspart athugasemdir hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Stína veit aldrei hvort hún fær skammir eða hrós. Ef hún prófar að koma með tillögu, og ef honum líkar það ekki þá fær hún leiðinlegt svar til baka og hann fær hana til að hugsa hversu vitlaus hún var að detta þessi tillaga í hug.
Með svona yfirmann eru góðar líkur á að Stína ákveði að vera bara aðgerðalaus / hlutlaus, ekki reyna neitt sérstaklega á sig enda verður henni alveg sama um framtíð vinnustaðarins. Þótt hún fái hrós þá er það of mikið álag fyrir hana að vera alltaf hrædd um skammirnar. Hún er alltaf á tánum og líður almennt ekki vel í vinnunni. Það er líklegt að hún hætti um leið og hún getur.
Hugsið ykkur hunda sem lifa í umhverfi þar sem þeir fá „Nei“ og skammir oft á dag fyrir minnstu hluti. Meira segja það sem þeim finnst algjörlega eðlilegt. Eins og t.d. að hoppa á gesti… - því þeir vilja nú bara heilsa og eru ofsalega glaðir. Er réttlátt að refsa fyrir svona hegðun? En auðvita þurfum við ekki að leyfa honum að hoppa á gesti. Hopperí getur verið mjög leiðinlegt, sérstaklega ef um stóran hund er að ræða. Í klikkerþjálfun myndum við verðlauna „ekki hoppa“ með því að merkja rétta hegðun og hunsa hoppið. Þannig byrjar hundurinn að bjóða upp á að „ekki hoppa“ í stað þess að hoppa þegar koma gestir. Svo eru líka til aðrar æfingar sem hægt er að gera. Í stað þess að bara banna, þá segjum við hvað hundurinn eigi að gera þegar koma gestir t.d. að fara á mottuna og bíða, eða snerta lófa í stað þess að hoppa. Allt er hægt með því að útbúa nýja og góða hegðun.
Sem sagt oftast þegar við þurfum að leiðrétta hegðun erum við að búa til nýja hegðun í staðinn.
Eins og Dr.Phil segir svo oft: People don't break bad habits; they replace them with new ones (Lauslega þýtt: Fólk hættir ekki bara slæmum venjum, það skiptir þeim út fyrir í nýjar.)
Ég mæli með að þið lesið líka greinina sem HundaHanna skrifaði um þýðingu á orðinu Nei. http://hundahanna.com/isl/?p=726 Þar er tekið upp að við segjum orðið nei í allskonar aðstæðum og það þýðir mjög mismunandi og alltaf erum við að ætlast til þess að hundurinn skilji nákvæmlega hvað við erum að meina.
*1) Á ensku: Positivie reinforcement training/Clicker training
*2) Bókin „Bra Relation“ er að finna hér: http://www.svartbergs.se/bocker.html#
*3) Etologi er Ethology á ensku: http://en.wikipedia.org/wiki/Ethology