Hvað er skemmtilegra en að fá lítinn krúttlegan hvolp í jólagjöf? Jú, að fá lítinn krúttlegan hvolp á tíma sem er ekki jól eða stórhátíð. Af hverju er það? Fyrir ykkur sem eru nýbakaðir hvolpaeigendur í desember er gott að hafa nokkur atriði í huga til að koma í veg fyrir að stressa hvolpinn of mikið.
Hvernig getum við komið í veg fyrir að hvolparnir verði hræddir við flugelda?
Hvernig getum við komið í veg fyrir að hvolparnir verði hræddir við flugelda?
Hvað er stress?
Að verða stressaður er mikilvægt fyrir líkamann til að takast á við erfiðar aðstæður. Það sem gerist er að aðilinn meðtekur aðstæður, heilinn skráir upplýsingarnar sem sendir boð til nýrnahettnanna sem framleiða stresshormón. Stresshormónið fær hjartað til að slá hraðar og lungun vinna meira. Blóðflæðið eykst og aðilinn styrkist og verður hæfari til að takast á við aðstæðurnar.
En að vera stressaður oft eða lengi getur leitt til langvarandi stress, sem er ekki af hinu góða. Stressaður hundur hefur minni getu til að meðtaka upplýsingar og þar af leiðandi að læra nýja hluti. Óróleiki. Hundurinn pissar á sig. Á auðvelt með að verða hræddur eða árásagjarn. Flasa. Mæði. Niðurgangur. Hár plúls.
Hvernig getum við forðast að stressa hvolpinn?
Núna þegar hátíðarnar eru alveg að ganga í garð, er mikilvægt að huga að nýja hvolpinum. Þið hafið vonandi fengið framtíðarfjölskyldumeðlim og mikilvægt er gefa sér tíma næstu vikur til þess að fá góðan hund í framtíðinni.
Í venjulegum mánuði sem ekkert er að gerast er mjög mikilvægt að taka frí í nokkra daga strax þegar hvolpurinn kemur í hús til þess að vera með honum og meðal annars æfa að pissa úti og ekki inni. Þá er einnig mikilvægt að skilja ekki hvolpinn eftir of mikið einan í byrjun, því það getur valdið vandamálum með að vera einn heima eða verri aðskilnaðarkvíða. Svo þarf að kenna hundinum reglur, t.d. hvað má naga og hvað má ekki naga. Það þarf að umhverfisþjálfa hundinn, en ekki of mikið. Það þarf að leika við hundinn og búa til samband ykkar á milli sem er mikilvægt fyrir framtíðina. Þú ert komin með „ungbarn“ og þið þurfið ykkar „fæðingrorlofs“ tíma.
Þegar þið fáið hvolp um jólin, þá bætist við allt stressið sem fylgir því að halda jól. Öll matarboðin sem þarf að fara í og aðrar skemmtanir. Hvað ætlið þið að gera við hvolpinn á meðan? Skilja hann eftir heima? Tja, þá erum við komin í hættu með að leggja of mikið á hvolpinn of snemma. Taka hann með? Þá þarf virkilega að huga að stressi og það getur verið of mikil umhverfisþjálfun of snemma. Væntanlega vilja allir klappa og halda á og knúsa sæta hvolpinn. Það getur orðið allt of mikið fyrir hann og hann orðið verulega stressaður og jafnvel hræddur.
Kannski er best að reyna að takmarka jólagleði hittinga, svo þið getið verið meira heima við í „fæðingarorlofinu“ því jólin eru bara nokkrir dagar en hundurinn sem þið voruð að fá verður vonandi hjá ykkur í 8 – 15 ár.
Því miður getið þið ekki beðið með þjálfunina þangað til jólin eru búin og þess vegna þurfið þið að vega og meta hvað er mikilvægast.
Kannski er hægt að gera bæði ef þið eruð meðvituð um þetta og passið virkilega upp á litla hvolpinn. Að hann verði ekki fyrir stressi eða áreiti. Kannski er best að þið fáið pössun fyrir hvolpinn meðan þið eruð að sinna jólainnkaupum og boðum.
Hafið í huga að hvolpur þarf mikla hvíld yfir daginn, 18 klukkutíma samtals á sólarhring. Það þarf að vera rólegt til þess að hvolpurinn geti slakað á og sofnað.
Svo erum við komin að áramótunum.
Bölvun allra hundaeiganda, sérstaklega þeirra sem búa í bæjum þar sem skotið er upp frá miðjum desember og langt fram í janúar.
Hvort þinn hvolpur verði hræddur við flugelda eða ekki fer svolítið eftir persónuleika hundsins. Ef hvolpurinn hefur verið í stresskasti öll jólin, þá eru meiri líkur á að hann verði hræddur við flugeldana. Þá hefur hann minna þol fyrir áreitinu svo að segja.
Svo er það hvernig við hegðum okkur þegar skotið er upp. Þegar við viljum segja hundinum að hann þurfi ekki að vera hræddur, þá er mikilvægt að við séum róleg sjálf.
Tökum dæmi: Hvolpurinn er að leika sér og allt í einu kemur bomban. Hvolpurinn kippist við og stoppar að leika, er að spá hvort hann eigi að verða hræddur? Ef ykkar samband er gott og hann lítur upp til ykkar sem fyrirmyndar/foreldris þá mun hann athuga hvað þið gerið áður en hann ákveður sig hvað honum á að finnast um þetta. Núna er komið að þér að segja við hann að þetta sé allt í lagi. En hvernig er það gert?
Ef við viljum að hundurinn sé rólegur, þá verðum við að vera róleg. Ef við viljum að hundinum finnist gaman og vilji leika, verðum við að vera skemmtileg og vilja leika við hann.
Sem sagt; gott er að „taka ekki eftir“ flugeldunum, heldur vera alveg róleg/ur og láta eins og ekkert sé. Þá eru stórar líkur á að hundurinn ákveði að þetta sé ekkert til að spá í. Ef þið t.d. farið að klappa hundinum og „hugga“ hann, eða hafa áhyggjur og já bregðast við á einhvern hátt, eru meiri líkur á því að hundurinn hugsi að þar sem þau eru „öðruvísi“ þá er þetta víst eitthvað stórt og best að við pössum okkur á þessu.
Á kvöldin þegar flugeldarnir eru byrjaðir á fullu er gott að loka öllum gluggum, draga fyrir gardínur, hafa tónlist í gangi og kveikt á öllum ljósum. Ef hvolpurinn vill ekki fara út að pissa, ekki neyða hann til þess. Það er ákveðin lykt sem fylgir flugeldum sem hundum er illa við. Ef þú ert með hund sem hreinlega neitar að fara út þó hann hafi ekki pissað heillengi, þá getur verið góð hugmynd að keyra út fyrir bæinn og viðra hundinn þar.
Pössum okkur líka að hafa ekki hunda lausa á þessum tíma, og ekki eina úti í garði. Þeir geta orðið svo hræddir að þeir fyllast skelfingu og hlaupa eitthvert án þess að spá neitt í hvert og villast.
Gott er að nota dagsljósið til að viðra hundana vel, svo erum við bara inni á kvöldin og sleppum þá bara kvöldtúrnum. Það er hræðilegt að vera úti að labba með hundinn og allt í einu heyrum við svaka sprengju í næstu götu.
Með þessum orðum óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju hundaári.
Að verða stressaður er mikilvægt fyrir líkamann til að takast á við erfiðar aðstæður. Það sem gerist er að aðilinn meðtekur aðstæður, heilinn skráir upplýsingarnar sem sendir boð til nýrnahettnanna sem framleiða stresshormón. Stresshormónið fær hjartað til að slá hraðar og lungun vinna meira. Blóðflæðið eykst og aðilinn styrkist og verður hæfari til að takast á við aðstæðurnar.
En að vera stressaður oft eða lengi getur leitt til langvarandi stress, sem er ekki af hinu góða. Stressaður hundur hefur minni getu til að meðtaka upplýsingar og þar af leiðandi að læra nýja hluti. Óróleiki. Hundurinn pissar á sig. Á auðvelt með að verða hræddur eða árásagjarn. Flasa. Mæði. Niðurgangur. Hár plúls.
Hvernig getum við forðast að stressa hvolpinn?
Núna þegar hátíðarnar eru alveg að ganga í garð, er mikilvægt að huga að nýja hvolpinum. Þið hafið vonandi fengið framtíðarfjölskyldumeðlim og mikilvægt er gefa sér tíma næstu vikur til þess að fá góðan hund í framtíðinni.
Í venjulegum mánuði sem ekkert er að gerast er mjög mikilvægt að taka frí í nokkra daga strax þegar hvolpurinn kemur í hús til þess að vera með honum og meðal annars æfa að pissa úti og ekki inni. Þá er einnig mikilvægt að skilja ekki hvolpinn eftir of mikið einan í byrjun, því það getur valdið vandamálum með að vera einn heima eða verri aðskilnaðarkvíða. Svo þarf að kenna hundinum reglur, t.d. hvað má naga og hvað má ekki naga. Það þarf að umhverfisþjálfa hundinn, en ekki of mikið. Það þarf að leika við hundinn og búa til samband ykkar á milli sem er mikilvægt fyrir framtíðina. Þú ert komin með „ungbarn“ og þið þurfið ykkar „fæðingrorlofs“ tíma.
Þegar þið fáið hvolp um jólin, þá bætist við allt stressið sem fylgir því að halda jól. Öll matarboðin sem þarf að fara í og aðrar skemmtanir. Hvað ætlið þið að gera við hvolpinn á meðan? Skilja hann eftir heima? Tja, þá erum við komin í hættu með að leggja of mikið á hvolpinn of snemma. Taka hann með? Þá þarf virkilega að huga að stressi og það getur verið of mikil umhverfisþjálfun of snemma. Væntanlega vilja allir klappa og halda á og knúsa sæta hvolpinn. Það getur orðið allt of mikið fyrir hann og hann orðið verulega stressaður og jafnvel hræddur.
Kannski er best að reyna að takmarka jólagleði hittinga, svo þið getið verið meira heima við í „fæðingarorlofinu“ því jólin eru bara nokkrir dagar en hundurinn sem þið voruð að fá verður vonandi hjá ykkur í 8 – 15 ár.
Því miður getið þið ekki beðið með þjálfunina þangað til jólin eru búin og þess vegna þurfið þið að vega og meta hvað er mikilvægast.
Kannski er hægt að gera bæði ef þið eruð meðvituð um þetta og passið virkilega upp á litla hvolpinn. Að hann verði ekki fyrir stressi eða áreiti. Kannski er best að þið fáið pössun fyrir hvolpinn meðan þið eruð að sinna jólainnkaupum og boðum.
Hafið í huga að hvolpur þarf mikla hvíld yfir daginn, 18 klukkutíma samtals á sólarhring. Það þarf að vera rólegt til þess að hvolpurinn geti slakað á og sofnað.
Svo erum við komin að áramótunum.
Bölvun allra hundaeiganda, sérstaklega þeirra sem búa í bæjum þar sem skotið er upp frá miðjum desember og langt fram í janúar.
Hvort þinn hvolpur verði hræddur við flugelda eða ekki fer svolítið eftir persónuleika hundsins. Ef hvolpurinn hefur verið í stresskasti öll jólin, þá eru meiri líkur á að hann verði hræddur við flugeldana. Þá hefur hann minna þol fyrir áreitinu svo að segja.
Svo er það hvernig við hegðum okkur þegar skotið er upp. Þegar við viljum segja hundinum að hann þurfi ekki að vera hræddur, þá er mikilvægt að við séum róleg sjálf.
Tökum dæmi: Hvolpurinn er að leika sér og allt í einu kemur bomban. Hvolpurinn kippist við og stoppar að leika, er að spá hvort hann eigi að verða hræddur? Ef ykkar samband er gott og hann lítur upp til ykkar sem fyrirmyndar/foreldris þá mun hann athuga hvað þið gerið áður en hann ákveður sig hvað honum á að finnast um þetta. Núna er komið að þér að segja við hann að þetta sé allt í lagi. En hvernig er það gert?
Ef við viljum að hundurinn sé rólegur, þá verðum við að vera róleg. Ef við viljum að hundinum finnist gaman og vilji leika, verðum við að vera skemmtileg og vilja leika við hann.
Sem sagt; gott er að „taka ekki eftir“ flugeldunum, heldur vera alveg róleg/ur og láta eins og ekkert sé. Þá eru stórar líkur á að hundurinn ákveði að þetta sé ekkert til að spá í. Ef þið t.d. farið að klappa hundinum og „hugga“ hann, eða hafa áhyggjur og já bregðast við á einhvern hátt, eru meiri líkur á því að hundurinn hugsi að þar sem þau eru „öðruvísi“ þá er þetta víst eitthvað stórt og best að við pössum okkur á þessu.
Á kvöldin þegar flugeldarnir eru byrjaðir á fullu er gott að loka öllum gluggum, draga fyrir gardínur, hafa tónlist í gangi og kveikt á öllum ljósum. Ef hvolpurinn vill ekki fara út að pissa, ekki neyða hann til þess. Það er ákveðin lykt sem fylgir flugeldum sem hundum er illa við. Ef þú ert með hund sem hreinlega neitar að fara út þó hann hafi ekki pissað heillengi, þá getur verið góð hugmynd að keyra út fyrir bæinn og viðra hundinn þar.
Pössum okkur líka að hafa ekki hunda lausa á þessum tíma, og ekki eina úti í garði. Þeir geta orðið svo hræddir að þeir fyllast skelfingu og hlaupa eitthvert án þess að spá neitt í hvert og villast.
Gott er að nota dagsljósið til að viðra hundana vel, svo erum við bara inni á kvöldin og sleppum þá bara kvöldtúrnum. Það er hræðilegt að vera úti að labba með hundinn og allt í einu heyrum við svaka sprengju í næstu götu.
Með þessum orðum óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju hundaári.