Það er nú vel þekkt að hundar eiga það til að toga í tauminn þegar þeir vilja fara hraðar og áfram. Til eru alskonar tækni til að takast á við það og bendi ég á taumgöngunámskeiðið mitt varðandi það.
En þessi grein mun ekki fjalla um það. Heldur um þig!
En þessi grein mun ekki fjalla um það. Heldur um þig!
Maður hefur tekið eftir því á þessum árum í hundabransanum að eigendur eiga til að stjórna hundinum allt of mikið gegnum tauminn. Semsagt í stað þess fá athygli hundsins er oft bara labbað af stað og togað hundinn með. Einnig er notað tauminn til að stoppa hundinn og jafnvel til að refsa. Eðal hjálpatæki (?), sem gerir að verkum að hundurinn lærir ekki að verða næmur á þig. Hann lærir bara að fylgja taumnum. Svo þegar hann er vel laus fær hann þvílíka útrás og vill bara alls ekki koma tilbaka alveg strax.
Góð regla er að hafa tauminn sem ósýnilegt öryggistæki. Að venja sig á að toga hundinn aldrei til sín heldur frekar vinna í að fá samband við hundinn og fá hann með. Í bara raun að haga sér alveg eins og hann væri laus.
Ef þetta er gert strax við hvolpa þá eiga þeir miklu meiri líkur á að verða hundar sem læra að hlusta betur og þar af leiðandi rólegri í göngutúrnum. Þá getur bara hreinlega verið að þið þurfið ekkert að mæta á taumgöngunámskeið hjá mér.
Góð regla er að hafa tauminn sem ósýnilegt öryggistæki. Að venja sig á að toga hundinn aldrei til sín heldur frekar vinna í að fá samband við hundinn og fá hann með. Í bara raun að haga sér alveg eins og hann væri laus.
Ef þetta er gert strax við hvolpa þá eiga þeir miklu meiri líkur á að verða hundar sem læra að hlusta betur og þar af leiðandi rólegri í göngutúrnum. Þá getur bara hreinlega verið að þið þurfið ekkert að mæta á taumgöngunámskeið hjá mér.