Margir kannast við að eiga gullfallegan og yndislegan hund, sem líkar að kúra hjá manni, fylgir manni út um allt og er alveg til í að hlusta á mann – inni! En um leið og þið farið út þá breytist litla gullið í skrímsli sem æsist allur upp, togar á fullu í tauminn, geltir á allt sem hann sér og hlustar ekkert á ykkur. Eða um leið og þið sleppið honum í lausagöngu eða á hundasvæði, þá er mjög erfitt að ná athygli hundsins og hann vill helst ekki koma til ykkar þegar þið kallið, allavega ekki næsta klukkutímann.
Af hverju breytist Snati í heyrnarlaust skrímsli þegar við erum úti?
Af hverju breytist Snati í heyrnarlaust skrímsli þegar við erum úti?