Margir vilja fá sér hund. En miklu fleiri vilja fá sér hvolp!
Það sem ég meina er að hvolpar eru sætir, og það freistandi að fá sér einn sætan yndislegan lítinn hvolp.
Sérstaklega börn, hver hefur ekki heyrt eða sagt " mamma, pabbi.. .mááááá... ég ekki fá einn hvolp ég skal loooooooofa að sjá um hann alveg sjálf.... geeeeeeeerðu það"
Og flestir foreldrar sem vilja eiginlega ekki hund segja nei. En það er því miður alltaf einhverjir sem láta eftir nuðinu og gefa barninu hvolp.
Ég vil líka taka fram að börn vita ekki hversu mikillar ábyrgðar hundurinn krefst. Það er ekki hægt að ætlast til þess af barni að sjá um hundinn. Foreldrar verða að taka ábyrgðina svo má barnið hjálpa til og hafa vissar skyldur gagnvart hundinum td. að alltaf verða að labba með hundinn þegar komið er heim úr skóla.
Að fá sér hvolp er eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir verða að vera sammála um. Allir eiga að fara með hann út og hjálpast að við að sinna honum. Annars er möguleikinn stór á að maður sjái auglýsingu eftir 8 mánaði .... hundur gefins... og gjarnan vegna ofmæmis..(get ekki trúað því að allur þessi fjöldi sé með ofnæmi. )
En af hverju 8 mánaða? Af hverju eru svo margar auglýsingar þegar hvolpurinn er að verða hundur? Það er af því að hundurinn er orðin "táningur" og allt sem honum var "ekki" kennt þegar hann var lítill er farið að verða alltof áberandi og óþolandi núna. Svo er líka fyrsta hárlosið á þessum tíma.
Eitt hef ég heyrt alltof oft.. "hann er svo lítill og sætur, verðum að leyfa honum að vera hvolpur". En það sem fólk gerir sér þá ekki grein fyrir, er að þá verður hann líka svona "hvolpur" þegar hann er orðinn meter á hæð og 25kg.
Það sem hundurinn fær að gera þegar hann er hvolpur, man hann vel sem fullorðinn og mun gera það þá líka.
Svo þið ákveðið að hafa sko margar reglur og mikið uppeldi á hudinum, og það getur einnig farið suður þar sem þetta eru hvolpar og við getum ekki sett of miklar kröfur á þær.
Að fara á hvolpanámskeið er góð leið til að fá að vita hvað er sniðugt að kenna strax í byrjun og hvað er sniðugt að bíða með eða gera ekki stórar kröfur um alveg strax.
Ég ætla að fara aðeins yfir hvers hundar krefjast svona dags daglega.. Hvaða þarfir hafa hundar?
Svo þá er bara spurningin... eruð þið tilbúin að gefa hundinum allt þetta á hverjum degi?
Ef svarið er já, þá mæli ég með að hoppa út í þetta því að hafa hund á heimilinu er rosalega gefandi fyrir börnin og foreldrana líka.
Sérstaklega börn, hver hefur ekki heyrt eða sagt " mamma, pabbi.. .mááááá... ég ekki fá einn hvolp ég skal loooooooofa að sjá um hann alveg sjálf.... geeeeeeeerðu það"
Og flestir foreldrar sem vilja eiginlega ekki hund segja nei. En það er því miður alltaf einhverjir sem láta eftir nuðinu og gefa barninu hvolp.
Ég vil líka taka fram að börn vita ekki hversu mikillar ábyrgðar hundurinn krefst. Það er ekki hægt að ætlast til þess af barni að sjá um hundinn. Foreldrar verða að taka ábyrgðina svo má barnið hjálpa til og hafa vissar skyldur gagnvart hundinum td. að alltaf verða að labba með hundinn þegar komið er heim úr skóla.
Að fá sér hvolp er eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir verða að vera sammála um. Allir eiga að fara með hann út og hjálpast að við að sinna honum. Annars er möguleikinn stór á að maður sjái auglýsingu eftir 8 mánaði .... hundur gefins... og gjarnan vegna ofmæmis..(get ekki trúað því að allur þessi fjöldi sé með ofnæmi. )
En af hverju 8 mánaða? Af hverju eru svo margar auglýsingar þegar hvolpurinn er að verða hundur? Það er af því að hundurinn er orðin "táningur" og allt sem honum var "ekki" kennt þegar hann var lítill er farið að verða alltof áberandi og óþolandi núna. Svo er líka fyrsta hárlosið á þessum tíma.
Eitt hef ég heyrt alltof oft.. "hann er svo lítill og sætur, verðum að leyfa honum að vera hvolpur". En það sem fólk gerir sér þá ekki grein fyrir, er að þá verður hann líka svona "hvolpur" þegar hann er orðinn meter á hæð og 25kg.
Það sem hundurinn fær að gera þegar hann er hvolpur, man hann vel sem fullorðinn og mun gera það þá líka.
Svo þið ákveðið að hafa sko margar reglur og mikið uppeldi á hudinum, og það getur einnig farið suður þar sem þetta eru hvolpar og við getum ekki sett of miklar kröfur á þær.
Að fara á hvolpanámskeið er góð leið til að fá að vita hvað er sniðugt að kenna strax í byrjun og hvað er sniðugt að bíða með eða gera ekki stórar kröfur um alveg strax.
Ég ætla að fara aðeins yfir hvers hundar krefjast svona dags daglega.. Hvaða þarfir hafa hundar?
- Hundar þurfa hreyfingu á hverjum degi. Og minnst 3 göngutúra á dag. Og þá allavega einn af þeim sem hann fær að hlaupa og leika og þefa.
- Hundar þurfa að hitta aðra hunda. Sem hvolpur er mjög mikilvægt upp á framtíðina að gera að venjast því að leika við aðra hunda og þá ekki bara nágrannahundinn heldur líka aðra hvolpa og fullorðan hunda. Passið bara að hundurinn hittir bara trausta hunda sem taka vel í að hitta hvolpa. Það er hér sem merkjamál hunda kemur sterkt inn.
- Hundar þurfa að fá að nota heilann, ekki bara göngutúra. Að leggja slóð og leyfa hundinum að þefa sig áfram eftir pulsum eða uppáhalds leikfangi gerir rosalegan mikið. Hundurinn verður rólegri og minni líkur á að honum leiðist þegar hann er einn heima.
- Maturinn er mjög mikilvægur og er þar stór kostnaður. Mæli bara með þurrfóðri/hráfóðri fyrir hunda og þá bara þannig fóðri sem fæst í dýrabúðum. Pedigree og annað sem fæst í matarbúðum mæli ég ekki með.
- Athygli, hrós og samvera. Hundar eru flokkdýr og þegar við erum að vinna eru þeir heima og bíða. Þegar við komun heim þurfa þeir einmitt þetta þrennt.
Svo þá er bara spurningin... eruð þið tilbúin að gefa hundinum allt þetta á hverjum degi?
Ef svarið er já, þá mæli ég með að hoppa út í þetta því að hafa hund á heimilinu er rosalega gefandi fyrir börnin og foreldrana líka.