Hundaskóli Heiðrúnar Klöru
s. 6442000
  • Upphafstaða
  • HundaAkademian
  • Námskeið hjá HundaAkademíunni
  • Gjafabréf
  • Einkatími
  • Um hundaskólann
    • Staðsetning
    • Heiðrún Klara
  • Blogg
  • Ummæli
  • Fróðleikur
  • Hafa samband

Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja?

13/9/2014

 
Picture

Svarið er auðvitað já!

Langar þig á námskeið með hundinn en finnst grunnnámskeið kannski of auðvelt? 28. september hefst sérstakt grunnnámskeið fyrir eldri hunda, þetta verður því aðeins öðruvísi en venjulegt grunnnámskeið. Gætum sagt að þetta námskeið sé grunn- og framhaldsnámskeið í einu. Tímayfirlit og skráningu er að finna undir grunnnámskeið.
Vertu velkomin!
Kv. Heiðrún Klara.


Æsingur í hundum úti

17/5/2013

0 Comments

 
Margir kannast við að eiga gullfallegan og yndislegan hund, sem líkar að kúra hjá manni, fylgir manni út um allt og er alveg til í að hlusta á mann – inni! En um leið og þið farið út þá breytist litla gullið í skrímsli sem æsist allur upp, togar á fullu í tauminn, geltir á allt sem hann sér og hlustar ekkert á ykkur. Eða um leið og þið sleppið honum í lausagöngu eða á hundasvæði, þá er mjög erfitt að ná athygli hundsins og hann vill helst ekki koma til ykkar þegar þið kallið, allavega ekki næsta klukkutímann.

Af hverju breytist Snati í heyrnarlaust skrímsli þegar við erum úti?

Read More
0 Comments

Nei?

25/4/2013

0 Comments

 
Við hundaeigendur erum sammála um að við viljum móta hundinn okkar til að verða eins góður og hann mögulega getur orðið. Við erum sammála um að allir hundar þurfa reglu og aga og að þeir eigi ekki að fá að komast upp með hvað sem er. Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hvernig við kennum hundinum reglurnar og hvernig og hvort refsingar eigi að vera inni í uppeldinu.

Eftirfarandi spurningar eru mjög algengar:
„ Hvernig á ég að skamma hundinn?“
„ Hvernig fæ ég hundinn til að hlýða mér?“

Getur verið að við leggjum of mikla áherslu á það sem við viljum ekki sjá í hundinum? Getur verið að við séum að segja NEI eða skamma hundinn of mikið?

Read More
0 Comments

Er notkun á ól skaðleg?

29/3/2013

3 Comments

 
Fræðimenn úti í heimi eru stanslaust að rannsaka meira og meira um hundana okkar og síðastliðin ár hafa verið gerðar margar rannsóknir hvað varðar hundaatferli og hvernig áhrif við getum haft á bæði andlega og líkamlega líðan hundsins.
Eitt af því sem hefur ávallt verið talið bara allt í lagi, er ekki lengur alveg allt í lagi.

Read More
3 Comments

Enginn hundur hefur gaman af því að sjá flugelda

29/12/2012

 
Næmni fyrir hljóðum er algengasta vandamálið hjá hundum. Samkvæmt rannsókn frá Englandi árið 2005 eru 49% af hundum hræddir við hljóð og 45% hunda sérstaklega hræddir við flugelda á áramótum.
Fyrir þessa hunda er ekki bara gamlárskvöld martröð heldur einnig frá því að byrjað er að selja flugelda og langt fram í janúar. Mér finnst verst að vita til þess að vera labba með hundinn og allt í einu skýtur einhver upp í næsta nágrenni, það gerir að okkur bregður og þar sem ég „er öðruvísi“ þá skynjar hundurinn að þetta er „eitthvað“  og ákveður kannski að vera hræddur við þetta. Þess ber að geta að það er bannað að skjóta upp flugeldum nema á tímabilinu 28. desember til og með 6. janúar og á þessu tímabili er óheimilt að skjóta upp milli miðnættis og kl. 9 að morgni að nýársnótt undanskilinni. Þetta er þó sjaldan eða aldrei virt á þessum árstíma.

Read More

Að virða reglur og fara ekki með hundinn á stórfagnað.

17/6/2012

0 Comments

 
Svar við grein sem Tómas Oddur skrifaði á mbl.is um að hunsa reglur og fara með hundinn sinn á 17 júní fagnað niðrí bæ. Greinina má lesa hér.http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/16/hundsar_hundabannid_a_17_juni/

Kæri Tómas Oddur
Þú og hundurinn þinn Freyja eru væntanlega niður í bæ núna að fagna 17. júní á meðal fjölda annarra Íslendinga. Ég var a leiðinni út með minn hund (ekki niður í bæ samt) þegar ég rakst á fréttina um þig og varð bara að skrifa smá svar áður en ég færi út.

Read More
0 Comments

Að finna af hverju...

7/6/2012

0 Comments

 
Þegar hundurinn okkar gerir eitthvað sem við viljum ekki að hann geri, veltum við fyrir okkur hvernig við getum látið hann hætta því. Algengt er t.d. að hann sé að naga hluti sem má ekki naga. Fjarstýringar, síma, snúrur, borðfætur og þess háttar. Til eru ýmis ráð til þess láta hann hætta að naga hlutina, það er hægt að skamma hann, taka í hann og segja nei og vonast til þess að það nægi og hann hætti. Setja pipar eða þess háttar á hlutinn., það virkar á suma en ekki alla. Hvernig leysum við þetta þá?

Read More
0 Comments

Styrking við jákvæða hegðun. (e. Positive reinforcement)

20/4/2012

 
__Ísland er á tímamótum hvað varðar hundaþjálfun. Eins og allt annað þá þróast einnig hundaþjálfun í takt við tímann. Til eru mismunandi aðferðir til að við þjálfun hunda. Til að útskýra aðeins fyrst þá vil ég skrifa um sögu hundsins.
Hundar eru náskyldir úlfum. Sagt er að hundurinn hafi verið til í lok tíma ísaldarinnar eða jafnvel lengra tilbaka.
Við vitum ekki hvernig þeir urðu tamið gæludýr. Sumir segja að þeir hafi ákveðið sjálfið að vera nálægt fólki og byrjað að aðstoða þau við veiðar og að þá fannst fólkinu sniðugt að hafa hundinn lifandi hjá sér í stað þess að borða hann.  Eða að sumir hundar hafa ekki verið eins hræddir við mannfólkið og aðrir og ákveðið að sniðugt var að vera nálægt til að borða afganga sem fólkið henti frá sér. Semsagt ólst upp á ruslastöðum. Þannig hafi hundurinn verið nálægt og þróast í takt við okkur. Útlit hundsins mildaðist með árunum eftir því sem hann varð spakari.
Það var gerð tilraun á búrmínkum sem voru svo svakalega grimmir.

Read More

Hvolpar og hátíðarnar

18/12/2011

 
Hvað er skemmtilegra en að fá lítinn krúttlegan hvolp í jólagjöf? Jú, að fá lítinn krúttlegan hvolp á tíma sem er ekki jól eða stórhátíð. Af hverju er það? Fyrir ykkur sem eru nýbakaðir hvolpaeigendur í desember er gott að hafa nokkur atriði í huga til að koma í veg fyrir að stressa hvolpinn of mikið.
Hvernig getum við komið í veg fyrir að hvolparnir verði hræddir við flugelda?


Read More

Vantar hvolp og eiganda til að þjálfa...

31/10/2011

 
Þar sem ég er að læra hundaþjálfun í Svíþjóð er núna komið að því að þjálfa nokkra hunda. Mig vantar að fá að þjálfa eiganda og hvolp í 5 klukkutíma samtals. Farið verður yfir hvolpa námskeiðs æfingar.  Ef þú hefur áhuga á að vita meira máttu senda mér póst á heidrunklara@heidrunklara.is ( Hvolpurinn má vera milli 2 og 4 mánaða gamall)
<<Previous

    Categories

    All
    Áramótin
    Greinar
    Hvolpar
    Samband
    Unghundar

Powered by Create your own unique website with customizable templates.