Turid Rugaas.
__Turid er norskur hundaþjálfari og atferlisfræðingur og virtur sérfræðingur í merkjamáli hunda, einkum "róandi merkjum". Róandi merki eru merki sem hundar nota til að koma í veg fyrir átök, bjóða í leik og senda breitt úrval af upplýsingum til annarra hunda og fólks. Þetta er tilraun hunda til að róa aðstæður sem annars gætu leitt til átaka eða árásargirni.
On Talking Terms with Dogs: Calming Signals og My Dog Pulls. What Do I Do? eru tvær góðar bækur sem ég mæli með. Turid er að koma til Íslands í Maí 2012 sjá nánar hér
|
Karen Pryor
Smelluþjálfun er nú notuð út um allan heim við að þjálfa hunda, ketti, hesta, fugla og dýr í dýragörðum.Karen Pryor er atferlis- og líffræðingur og á sér alþjóðlegt orðspor á tveimur sviðum, sjávarspendýralíffræði og hegðunarsálfræði. Karen er stofnandi og leiðandi talsmaður "smelluþjálfunar," þjálfunarkerfis sem byggt er á virkri skilyrðingu (operant conditioning) og styrkingu við jákvæðri hegðun (positive reinforcement) sem þróað var af sjávarspendýraleiðbeinendum. Smelluþjálfun er nú notuð út um allan heim við að þjálfa hunda, ketti, hesta, fugla og dýr í dýragörðum. Don't Shoot the dog, Clicker Training og Reaching the Animal mind eru þrjár góðar bækur sem ég mæli með._
|
Hvolpahandbókin
![]() _Sif Traustadóttir dýralæknir og atferlisfræðingur hefur skrifað fróðlega
bók um hvernig við veljum og hvað við þurfum að hafa í huga þegar við
fáum hvolpinn í hendurnar. Einnig fer hún yfir helstu sjúkdóma sem
hundar geta lent í hér á landi.
Ég mæli með því að allir hundaeigendur lesi þessa bók, einnig þeir sem eiga fullorðna hunda, þar sem það er mikið af góðum fróðleik í henni. Hægt er að nálgast hana meðal annars á Gæludýr.is eða á dýralæknastofunni í Grafarholti eða fá nánari upplýsingar á facebook síðu bókarinnar |
|